4. desember 2000

Fundur 4. desember 2000. Haldinn í Myllubakkaskóla.

Formaður setti fund og kynnti gestinn, Sigríði Jónsdóttur, formann landssambandsins.

Valgerður las orð dagsins sem var sagan um manninn sem henti krossfiskunum út í sjó. Boðskapur sögunnar er, að það sem við gerum, þótt lítið sé, getur skipt einhvern miklu máli.

Fundargerð síðasta fundar lesin.

Sigríður Bílddal vígð með viðhöfn.

Sigríður Jónsdóttir sagði frá stofnun félagsins. Stofnandi var Annie Webb Blandon og félagið var stofnað 1929.  Samtökin eru í 70 ára og nú eru 150.000 konur í félaginu. Sigríður sagði frá alheimsþinginu sem var haldið í Kanada síðasta sumar, þar sem Íslendingar áttu einn aðal fyrirlesarann. Hún sagði einnig frá þeim styrkjum sem félagskonum standa til boða og öðrum styrkjum til kvenna sem standa utan félagsins. Hún sagði frá Evrópuþinginu sem haldið verður í Stokkhólmi 30. júlí til 4. ágúst næsta sumar. Hún endaði á því að hvetja okkur til að mæta á landsþingið sem haldið verður á Akureyri 26.-27. maí í vor.

Þá var gert hlé og konum boðið uppá heitt súkkulaði og piparkökur.

Eftir það gekk Elínborg með okkur um skólann og við dáðumst að endurbótunum.

Mættar: Alda, Árný, Bjarnfríður, Elínborg, Guðbjörg Ingim. Hildur, Hulda, Jónína, Lára, Lilja, Margrét, Sigríður, Sóley, Stefanía, Valgerður.
Boðuðu forföll: Guðbjörg Sveinsd., Guðríður, Sveindís, Þórdís, Þórunn.


Síðast uppfært 01. jan 1970