27. okt 2014

Fundargerð 27.okt 2014

Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerd
4. Erla Guðmundsdóttir segir frá starfi sínu í Keflavíkurkirkju og þjónandi forystu
6. Önnur mál:

  1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttunnar, hjálpseminnar og trúmennskunnar
  2. Þórunn Svava Róbertsdóttir var með orð til umhugsunar og las fyrir okkur reynslusögu úr eigin lífi.  Hún hvatti fólk til umhugsunar um að mikilvægt er að hafa húmor fyrir sjálfum sér og taka hlutina ekki of alvarlega.  Góður punktur hjá Þórunni.
  3. Ritari var með nafnakall og voru 24 konur mættar
  4. Sr. Erla Guðmundsdóttir sagði frá starfi sínu í Keflavíkur kirkju.  Frá upphafi starfs síns og námsárum í Kaupmannahöfn.  Starfsmenn kirkjunnar fóru í skoðun á starfi sínu, skoðuðu hvað væri vel gert og hvað mætti gera betur og í kjölfarið á því að skoða þjónandi forystu.  Þau fóru á ýmsa staði í bæjarfélaginu til að fá að heyra hvað væri vel gert í kirkjunni og hvað mætti gera betur.  Þau vildu fá að heyra frá þeim sem nota þjónustuna hvað þeim fannst um störf kirkjunnar.  Mælikvarðinn á starfið hjá þjónum kirkjunnar er ef sá sem þau þjóna vex þá eru þau á réttri leið.  Hinn sanni leiðtogi leyfir þeim sem hann þjónar að vaxa.  Mjög áhugavert erindi hjá Erlu. 
  5. Önnur mál
    Súpa var í boði Réttarins en konur greiddu fyrir súpuna og gáfu andvirði hennar í Velferðarsjóð Suðurnesja.

Ritari sleit fundi kl.19:40
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 26. apr 2016