27. febrúar 2007

Fundur hjá Þetadeild 27. febrúar 2007

Fundurinn haldinn í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Gestgjafar voru Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður, og Anna Lóa Ólafsdóttir, verkefnastjóri.

Þórunn Friðriks setti fund og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Samkvæmt nafnakalli Bjarnfríðar voru 13 konur mættar á fundinum auk Þorbjargar Garðarsdóttur sem var gestur fundarins.

Orð til umhugsunar flutti Elín Rut. Hún sýndi okkur bók eftir Kristínu (Kristrúnu) Guðmundsdóttur  Sunnudagsmálarinn sem hún hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 2000. Kristín tileinkaði bók þessa vinkonu sinni Helgu Einarsdóttur, sem lést ung, með orðunum Ég lif drauma okkar. Elín las valið ljóð úr bókinni.

Þær Guðjónína og Anna Lóa kynntu okkur starfsemi Símenntunar á Suðurnesjum sem var sú fyrsta sinnar tegundar en eru nú orðnar níu í landinu. Ásamt því að MSS bjóði upp á námskeið og ráðgjöf fyrir einstaklinga, býður stofnunin upp á þjónustu fyrir fyrirtæki og sinnir fjarnámi frá Háskólum landsins, með því að leggja til fjarfundabúnað og húsnæði. Um 70-80 manns stunda þannig nám núna. Kynning þeirra stallsystra opnuðu fyrir okkur sýn á námsframboð sem fæstar okkar höfðu hugmynd um svo sem verkefnið Markviss sem felur í sér markvissa uppbyggingu starfsfólks og er unnið í fyrirtækum og stofnunum.

Eftir kaffi og kex í boði MSS lukum við síðan fundi kl. 22.

Bjarnfríður Jónsdóttir
fundarritari


Síðast uppfært 19. apr 2009