Bókafundur 22. feb. 2022

Fundargerð Þeta deildar 22. febrúar 2022. Fundurinn var haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Fundur hófst klukkan 18.

13 konur mættar.

Formaður setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Formaður ræddi að þrátt fyrir allt hefði gengið ágætlega að halda fundi og minnti á að stjórnarskipti eru væntanleg í vor og konur hvatta til að gefa kost á sér í stjórn.

 

Kristín Helgadóttir var með orð til umhugsunar og fjallaði um bókina Magic Places: The adults' guide to young children's creative art work eftir Pennie Brownlee og talaði um sinn töfrastað sem er í Skorradal. Náttúran er mikil uppspretta náms.

Elín Rut Ólafsdóttir sagði frá skólanum, um 900 nemendur eru í dagsskóla og síðan sýndi hún okkur nýjan sal sem nýlega var tekinn í notkun. Salurinn er hugsaður sem samveru salur nemenda.

Því næst var boðið upp á súpu og brauð frá Hjá Höllu

Þá sögðu félagsskonur frá áhugaverður bókum sem þær hafa verið að lesa og eru hér fyrir neðan bækurnar sem fjallað var um.

Konan hans Sverris höfundur Valgerður Ólafsdóttir.

Á milli vonar og ótta, örlagasögur íslenskra ljósmærða. Sveinn Víkingur tók saman

Hin hljóðu tár, Ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur höfundur Sigurbjörg Árnadóttir 

Minn hlátur er sorg. Ævisaga Ástu Sigurðardóttir höfundur Friðrika Benónýsdóttir

Arnaldur Indriðason deyr höfundur Bragi Páll Sigurðsson

Merki höfundur Sólveig Johnsen

Tengdadóttir höfundur Guðrún frá Lundi

Ævisaga Herra Hnetusmjörs höfundur Sóli Holm

Bréfið höfundur Kathryn Hughes

Umfjöllun höfundur Þórarinn Eldjárn

Konan í dalnum og dæturnar sjö höfundur Guðmundur G. Hagalín

Fuglarnir fljúga í ljósið höfundur Auður Jónsdóttir

Læknirinn í engalverksmiðjunni höfundur Ásdís Halla Bragadóttir

Söknuður. Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar höfundur Jón Ólafsson

Sjö systur höfundur Lucinda Riley

Sigurverkið höfundur Arnaldur Indriðason

Horfnar höfundur Stefán Máni

Líkkistusmiðirnir höfundur Morgan Larsson

Hlustarinn höfundur Ingibjörg Hjartardóttir

Magic Places: The adults' guide to young children's creative art work höfundur Pennie Brownlee

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.15.

 

 

 


Síðast uppfært 14. mar 2022