19. sept 2016

Dagskrá fundar:

 1. Kveikt á kertum
 2. Nafnakall og fundargerð síðasta fundar lesin
 3. Kynning á stjórnarmeðlimum
 4. Orð til umhugsunar
 5. Hópavinna
 6. Fjölgun félaga
 7. Önnur mál
 1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
 2. Ritari var með nafnakall og var 21 kona mætt og ritari las upp fundargerð síðasta fundar.
 3. Ný stjórn kynnti sig, sagði aðeins frá sínum bakgrunn.
 4. Inga María Ingvarsdóttir var með orð til umhugsunar og fjallaði um jafnvægið á milli vinnu og einkalífs, sem er oft vandfundið, sérstaklega þegar maður er í krefjandi starfi þar sem maður er alltaf í vinnunni. Oft togstreita hjá fólki á milli þessara þátta, þar sem fólk vill standa sig sem best á öllum sviðum. Einnig fjallaði hún um ráðstefnuna: BALL í ráðhúsinu - til móts við þróttmikið þriðja æviskeið, sem fjallaði um þær miklu breytingar sem eiga sér nú stað á aldurssamsetningu Evrópuþjóða. Bætt heilsufar og aukið langlífi hefur skapað rými fyrir ný kaflaskil í lífi fólks um og eftir miðjan aldur og gefst þá gjarnan tækifæri til að dusta rykið af spurningunni: „Hvað ætla ég að verða þegar ég er orðin/n stór?“
 5. Hópavinna. Fundarkonum var skipt í fjóra hópa og áttu tveir af hópunum að ræða um: afhverju mæta konur ekki/hvað myndi fá þig til að mæta? Hinir tveir ræddu um: hvað vilt þú sjá á dagskrá fundanna í vetur? Auk þess ræddu allir hóparnir um fundardaga í vetur og fundartíma. Niðurstöður úr hópavinnu: allir hóparnir voru ánægðir með mánudaga sem fundardaga og einnig með fundartímann 18-20. Hér á eftir eru niðurstöður hvers hóps fyrir sig.
  1. Hópur 1 fjallaði um hvað þær vildu sjá á dagskrá vetrarins, það helsta sem þær vilja sjá er:
  a. Funda með annari deild
  b. Halda bókafundinum inni og fá rithöfund í heimsókn
  c. Kynnast vinnustöðum félagskvenna
  d. Fá fyrirlestur einu sinni á ári – til eflingar fyrir okkur – við gætum borgað á móti deildinni
  e. Gönguferð – með leiðsögn, jafnvel um okkar bæ
  f. Félagskonur kynni spennandi verkefni sem þær eru að vinna að
  g. Kynnast t.d. útikennslu
  h. Að vorfundurinn verði einhverskonar ferð úr bænum
  2. Hópur 2 fjallaði einnig um hvað þær vildu sjá á dagskrá vetrarins, það helsta sem þær vilja sjá er:
  a. Þær vilja hafa fjölbreytileika í dagskránni
  b. Fræðsla – kennsla/námskeið – t.d. leiðtogaþjálfun og að nýta mannauð félagskvenna
  c. Nokkrar félgaskonur kynni sig á hverjum fundi - velja fyrirfram hverjar
  e. Stofna facebook hóp fyrir deildina
  3. Hópur 3 fjallaði um hvað þær vildu sjá á dagskrá vetrarins, það helsta sem þær vilja sjá er:
  a. Kynnast vinnustöðum og störfum félagskvenna
  b. Hafa pesónukynningar á félagskonum, hver eru áhugamál, bakgrunnur o.fl. tengir hópinn betur.
  c. Sprella meira – hafa fundina faglega og formlega en líka eitthvað létt með.
  d. Nýta tengslanet til að fá félaga úr öðrum deildum á fundi með skemmtilegt efni
  e. Halda vel utan um nýliðana
  f. Hringja í þær sem hafa verið að detta út
  g. Skoða að boða fundina með sms líka
  4. Hópur 4 fjallaði um afhverju mæta konur /og afhverju ekki?
  a. Gaman að hitta konur í sama geira hér á svæðinu, tengjast böndum vegna svipaðs starfsvettvangs.
  b. Að tilheyra hópi er mikilvægt
  c. Áhugaverð dagskrá hvetur konur til að mæta d
  . Halda fundi á vinnustað félagskvenna og kynnast vinnustaðnum
  e. Konur gefa sér oft ekki tíma til að mæta, eru samviskusamar, oft spurning með forgangsröðun
  f. Oft kannski ekki nógu spennandi dagskrá og ekki nógu gaman á fundum
  g. Súpufundur í heimahúsi spennandi
  h. Fá gesti á fundina
  i. Sniðugt að félagskonur setjist ekki alltaf hjá þeim sömu á fundum, leið til að kynnast öllum.
 6. Kristín Helgadóttir og Árdís Jónsdóttir ræddu um inntöku nýrra félaga. Það þarf að fjölga í dieldinni. Í fyrra mættu um 16-18 konur á hvern fund, en 33 er skráð í deildina. 3 ár eru síðan síðasta inntaka var, þá voru teknar inn 10 konur og eru 7 af þeim enn með. Ágætt að stefna á að taka inn 10 nýjar núna í haust. Horfa kannski á konur á erlendu bergi brotnar, kennara og konur í fullorðinsfræðslu. Félagskonur eru beðnar um að senda tilnefningar í tölvupósti til Kristínar.
 7. Önnur mál
  Formaður sagði fréttir frá Landssambandinu og hvatti félagskonur til að lesa framkvæmdaráætlun landssamabandsstjórnar.
  Næsta Evrópuþingið er í Tallin 24. -29. júli 2017 og hvatti formaður félagskonur til að skoða það að fara þangað.
  Landssambandsþingið verður á Akureyri 6.-7. maí 2017 og væri gaman ef Þeta deildin myndi fjölmenna þangað.
 8. Í fundarlok var síðan lagið Léttur í lundu sungið.

  Formaður sleit fundi kl. 20:00
  Ritari: Sigurlína Jónasdóttir

Síðast uppfært 14. apr 2017