27. nóvember 2012

Jólafundur 2012 haldinn heima hjá formanni, Ingu Maríu Ingvarsdóttur.

Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
3. Orð til umhugsunar
4. Nafnakall / fundargerð
5. Tónlistaratriði
6. Viltu biðja jólasveininn að gefa mér íslenskt nammi í skóinn
7. Önnur mál.    

1. Elín Rut kveikti á kertum vináttu, hjálpsemi og trúmennsku
2. Formaður deildarinnar setti fundinn og bauð gesti velkomna
3. Ása Einarsdóttir var med orð til umhugsunar hún ræddi um vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.  Hún endaði mál sitt á að lesa ljóð eftir Tómas Guðmundsson „Fjallgangan“.
4. Ritari var med nafnakall og var 21 kona mætt
5. Karen Sturlaugsson kom með tvo unga drengi Elmar Torsten og Sigmar Friðriksson sem spiluðu dúett á harmonikkur, tvö jólalög
6. Brynja Aðalbergsdóttir kynnti meistaraprófs ritgerð sína „Viltu biðja jólasveininn að gefa mér íslenskt nammi í skóinn“.  Ritgerðin fjallar um "kanamenningu" í Keflavík og samfélagsleg áhrif af setu varnarliðsins á Miðnesheiði á menningu og daglegt líf.
7. Önnur mál
     -Formaður tilkynnti að Guðbjörg Sveinsdóttir hafi verið tilnefnd til forseta samtakanna
     -Formaður óskaði eftir greinum frá félagsmönnum í fréttabréf DKG
    -Formaður ræddi um styrki sem hægt er að sækja um fyrir þær sem eru í námi og hvatti konur til að skoða þau mál vel.
    - Lára minnti konur á að skrá sig á póstlista á vef DKG
         

Formaður sleit fundi kl.21:15
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 02. des 2012