23. janúar 2019

Fundargerð Þeta deildar 23. janúar 2019. Haldinn að heimili Guðbjargar Sveinsdóttur, Borgarbraut 8..

Fundur hófst klukkan 18.

22 konur mættar.

Kristín Helgadóttir gjaldkeri setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar.

Á fundinn mættu 6 konur sem eru að fara af stað í inntökuferli og eru að kynna sér félagið. Þær eru

  1. Karen Valdimarsdóttir
  2. Hulda Jóhannsdóttir
  3. Inga Sif Stefánsdóttir
  4. Lóa B. Gestsdóttir
  5. Ingibjörg Guðmundsdóttir
  6. Heiða Ingólfsdóttir

Elín Rut Ólafsdóttir var með orð til umhugsunar. Fjallaði hún um grein sem hún las þar sem fyrirsögn var meðal annars „að aldur gerir fleira gott en rauðvín“ Þar sem fjallað var um að almenningur ætti í meiri erfiðleikum nú en áður væri hann beðinn um að telja upp þá sem sitja á þingi. Tilefnið vara að Ellert B. Schram hefði sest aftur á þing sem varamaður í nokkra daga. Var rifjað upp í geininni að margir fyrirmenn í sögunni og pólitík hefðu oft verið orðnir ansi aldraðir þegar þeir annaðhvort hættu eða gáfu kost á sér í störfin. Reynslan væri einnig mikilvæg og spurning hversu góðar þessar öru mannabreytingar á þingi væru. Það væri því ekki fréttnæmt þó að 79 ára maður settist í nokkra daga á þing, til að hækka meðaladurinn í nokkra daga.

Formaður minnti á að verið er að aulýsa eftir framboðum í landsstjórnina þessa dagana og hvatti Þetakonur til að gefa kost á sér.

Þá bauð Guðbjörg okkur upp á dýrindis súpu og brauð.

Þá var komið að því að félagskonur segðu frá áhugaverðum bókum sem þær hefðu nýlega lesið og var það mjög fróðlegt og skemmtileg.

 

Önnur mál:

Formaður minnti á myndir í félagatal.

Búið er að opna vefsíðu fyrir Evrópuþingið og er skráning á það hafin.

Gjaldkeri þakkaði fyrir fundinn og þakkaði Guðbjörgu fyrir móttökurnar og sleit fundi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.00

 

 

 

 

 

 

 


Síðast uppfært 08. mar 2019