30. september 2013

Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Ord til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerd
4. Kynning á Leikum og lærum með hljóðin 
5. Kynning landsforseta
6. Inntökur nýrra félaga
7. Önnur mál: 
 
  1. Formaður setti fundinn, undirrituð kveikti á kertum vináttu, hjálpsemi og trúmennsku
  2. Þórdís Þormóðsdóttir var með orð til umhugsunar og ræddi um veðráttu, áhugavert innlegg.
  3. Ritari var með nafnakall og voru 18 konur mættar
  4. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur kynnti námsefnið og appið „Lærum og leikum með hljóðin“.  Góð kynning og áhugavert starf hjá Bryndísi.  Nokkur ár eru síðan Bryndís gaf út námsefnið en núna fyrir stuttu kom út app bæði á íslensku og ensku og er Bryndís á leið til Bandaríkjana til að kynna betur námsefnið og starf sitt.
  5. Guðbjörg Sveinsdóttir nýr landsforseti kynnti starf forseta og nýjar nefndir.
  6. Stjórnin hefur farið yfir tillögur sem bárust um nýja félagsmenn og lagt var fyrir fundinn niðurstöður stjórnar.  Athugasemdir bárust frá fundarmönnum sem verða skoðaðar og í framhaldi af því verður nýjum meðlimum boðin aðild að Þeta deild.
  7. Önnur mál
    Gjaldkeri minnti á félagsgjöld
 
Formaður sleit fundi kl.20:00
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 14. maí 2017