21. nóv. 2016

Dagskrá fundar:
  1. Kveikt á kertum og nafnakall
  2. Orð til umhugsunar
  3. Deildarkonur kynna sig
  4. Tónlist
  5. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, B.Sc., M.P.H. Ráðgjafi hjá Veru.
  6. Önnur mál.
1. Formaður kveikti á kertum og setti fundinn og gjaldkeri var með nafnakall.
2. Fanney D. Halldórsdóttir var með orð til umhugsunar og ræddi hún um aðventuna, kristileg gildi, iðkun þakklætis og hversu mikilvægt það er fyrir sinni og sál.
3. Þórunn S. Róbertsdóttir kynnti sig, sagði frá menntun sinni og sínum störfum.
4. Þá var komið að tónlistaratriði en fimm stúlkur frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar léku nokkur vel valin lög á klarinett undir stjórn Geirþrúðar Bogadóttir félagskonu í Þetadeild. Flutningurinn kom öllum í jólaskap og fengu stúlkurnar lítinn þakklætisvott frá deildinni fyrir fallega spilamennsku.
5. Að lokum kom góður gestur í heimsókn, það var Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, lýðheilsu- og viðskiptafræðingur sem er alin upp í Keflavík. Hún sagði frá lífi sínu og starfi og mikilvægi lýðheilsu fyrir heill og hamingju hverrrar mannesku og samfélagið allt.
Á milli atriða var borinn fram dýrindis jólamatur að hætti matreiðslumanna veitingarstaðarins SOHO.
Fundi slitið kl. 20.30.
Fundargerð ritaði Árdís Hrönn Jónsdóttir


Síðast uppfært 25. nóv 2016