Inntaka nýrra félaga í Þetadeild

Inntaka í Þeta deild Delta Kappa Gamma

Í 1. gr. (3. lagagrein) DKG segir:
C. kosning félagskvenna
Deildarfundur skal ræða fjölgun félagskvenna og fyrir hvaða svið fræðslumála vanti einna helst fulltrúa. Félagskonur í deild gera síðan tillögur um hvaða konum skal bjóða
þátttöku í samræmi við reglur deildarinnar.

Viðmiðunarreglur fyrir Þeta deild um inntöku nýrra félaga

  • Á félagsfundi skal ræða um hvort ástæða er til að fjölga konum í deildinni og þá hve mörgum konum er rétt að bjóða þátttöku.
  • Leitast skal við að fá fulltrúa frá sem flestum stigum fræðslukerfisins svo og konur sem starfa við stjórnun í menntakerfinu.
  • Þegar konur hafa rætt um á hvaða sviði væri þörf á að fjölga konum er beðið um tilnefningar í samræmi viað ná samkomulagi um hvaða konum er rétt að bjóða þátttöku í deildinni. Síðan fer fram leynileg kosning.
  • Þegar ákvörðun hefur verið tekin er haft samband við viðkomandi konur og þeim boðið að sitja tvo kynningarfundi.
  • Eftir kynningarfund tekur viðkomandi kona ákvörðun um hvort hún vill ganga í félagið.
  • Inntökufundur. Hver kona greiðir ákveðið inntökugjald. Innifalið í því er næla félagsins.

Samþykkt á aðalfundi deildarinnar 25. apríl 2006.



Síðast uppfært 27. sep 2016