21. mars 2018

Fundargerð Þeta deildar 21. Mars 2018. Haldinn á veitingastaðnum Salthúsinu, Grindvík

Fundur hófst klukkan 18.

14 konur mættar.

 Bjarnfríður Jónsdóttir setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

 

Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar.

Árdís Jónsdóttir  var með orð til umhugsunar. Fjallaði hún um starfsumhverfi í leikskóla. Mikil umræða hefur verið um starfsumhverfið undanfariðí fjölmiðlum. Hún situr í starfshóp í Reykjanesbæ þar sem verið er að skoða þetta, svipaður starfshópur hefur skilað af sér tillögum í Reykjavík. Börn eru of lengi í leikskólum á Íslandi og og eru þau of mörg í of litlu rými. Vitnaði hún í grein Kristínar Dýrfjörð sem heitir „Leikskóli í krísu“ þar sem hún fjallar m.a. um að of lítið rými sé á hvert barn í leikskóla og að það sé farið að hafa neikvæð áhrif á velferð þeirra. Vistunartímar barna hafa lengst mjög hratt síðustu ár. Einnig vitnaði hún í skýrslu OECD sem kom út sumarið 2017 og sýnir að viðvera barna undir 3ja ára aldri í leikskólum er lengst á Íslandi og hefur lengst bæði hversu lengi börnin eru vikulega  (ca38 stundir) og hversu mörg börn eru innan kerfisins (ca 60%). Þetta hefur valdið því að of mörg börn eru of lengi í of litlu rými. Taldi hún að mikilvægt væri að koma af stað breytingu á þessu og til að gera það þarf að breyta hugsunarhætti og það tekur tíma.

Þá sagði Guðlaug Erlendsdótti aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grindavíkur okkur frá dvöl sinni í framandi löndum og kynnti fyrir okkur skólastarf í þeim löndum ásamt menningu innfæddra. Guðlaug bjó í Malaví og sagði okkur frá lífinu þar, einnig sagði hún okkur frá skólastarfinu þar sem er mjög frábrugðið því sem við þekkjum. Var fyrirlestur hennar mjög áhugaverður og skemmtilegur.

Þá var boðið upp á súpu,salat og heimabakað brauð ásamt kaffi og köku.

Aðalfundur. Venjuleg aðalfundarstörf.

Inga María Ingvarsdóttir tilnefnd fundarstjóri.

Skýrsla stjórnar:  formaður Gerður Pétursdóttir fór yfir skýrslu liðinna starfsára. Fundir voru haldnir reglulega yfir starfsárið, alls 6 fundir auk vorferðar. Fundarefni voru mjög fjölbreytt og starfið verið líflegt. 

Formaður, Gerður Pétursdóttir, fór yfir reikninga og lagði þá fyrir til samþykktar. Reikningar voru samþykktir.

Formaður uppstillinganefndar Sigrún Ásta Jónsdóttir gerði grein fyrir störfum uppstillinganefndar sem leggur til að næstu stjórn skipi Gerður Pétursdóttir formaður, Sigurlína Jónasdóttir, Ingibjörg Hilmarsdóttir og Ása Einarsdóttir.  Stjórn valdi Kristínu Helgadóttur sem gjaldkera. Tillögur um formann og stjórn voru samþykktar einróma.

Formaður þakkaði Ingu Maríu fundarstjórn og þakkaði fráfarandi stjórnarkonum fyrir vel unnin störf með því að færa þeim rós.

Önnur mál:

Formaður kom með þá tillögu að á fyrsta fundi haustsins verði teknar myndir af öllum félagskonum þar sem fáar hafa sent mynd til Fanneyjar.

Árdís Jónsdóttir sagði frá vorferðinni sem verður 14. apríl, en þar erum við í gestgjafahlutverki og bjóðum Epsilondeildinni til okkar. Hvatti hún konur til að mæta og eiga með gestum okkar góða og glaða stund. 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.00.

 

 

 

 


Síðast uppfært 23. mar 2018