11. janúar 2005

Fundur hjá Þeta-deild 11. janúar 2005
Fundurinn haldinn á heimili Sóleyjar Höllu Þórhallsdóttur.

Formaður setti fund og bauð konur velkomnar.
Sveindís Valdimarsdóttir tók því næst við stjórn fundarins fyrir hönd hóps 3 og kveikti á kertum. Hóp 3 skipa þær Hildur, Valgerður og Þórdís auk Sveindísar.

Valgerður flutti orð til umhugsunar. Fjallaði hún um lestur og hvernig ólíkar hugsanir bærust með fólki varðandi lestur. Er tímanum vel varið í lestur eða er um tímasónun að ræða. Margir stelast til að lesa og finnst í raun tímanum betur varið í annað en öðrum finnst lestur hin besta skemmtun. Um þetta eru skiptar skoðanir.

Nafnakall, 13 konur voru mættar.

Þá var komið að aðalefni kvöldsins sem var hin hefðbundna bókakynning. Konur sögðu frá því helsta sem þær höfðu lesið upp á síðkastið og greinilegt er að af nógu er að taka varðandi lestur.

Að kynningum og umræðum loknum var boðið upp á kaffi og meðlæti. Konur nutu veitinganna og spjölluðu saman í rólegheitum.

Fundi slitið klukkan 22:00

Fundarritari
Elín Rut Ólafsdóttir


Síðast uppfært 25. apr 2009