10. febrúar 2005

Fundur hjá Þeta-deild 10. febrúar 2005.
Fundurinn haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Vegna veikinda hjá konum í hópi 4 tók stjórn að sér að sjá um fundinn.
Formaður setti fund og Elínborg kveikti á kertum.

Því næst var orð til umhugsunar og sá Auður um það. Bað hún konur að hugsa um orðið menntun og hvaða merkingu það hefði í hugum þeirra. Þetta var síðan rætt og spunnust skemmtilegar umræður í framhaldinu.

Næst var nafnakall og voru 12 konur mættar.

Að þessu sinni var fundurinn haldinn í húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Konur fengu nú að sjá nýbyggingu skólans þar sem m.a. getur að líta fyrirlestrarsal og vel búnar raungreinastofnur sem eru meðal þeirra best búnu á landinu í dag. Þessar stofur ættu að geta skotið styrkari stoðum undir raungreinakennslu skólans. Einnig var gengið um þann hluta skólans þar sem verulegar breytingar voru gerðar s.s. í hársnyrtideild, rafiðnadeild, á starfsbraut og kennarastofu svo eitthvað sé nefnt.

Að lokinni skoðunarferð um skólann sagði Oddný Harðardóttir, skólameistari, okkur í grófum dráttum frá því helsta sem framundan er í skólalíf Fjölbrautaskólans á vorönn.

Kaffi - konur fengu sér kaffi og veitingar og héldu áfram spjalli varðandi skólastarfið í Fjölbruataskóla Suðurnesja.

Fundi slitið kl. 22:00.

Fundarritari
Elín Rut Ólafsdóttir


Síðast uppfært 25. apr 2009