10. mars 2003

5. fundur starfsársins, haldinn 10. mars 2003 í Holtaskóla kl. 20:00

  1. Formaður setti fundinn og bauð sérstaklega velkoma gesti sem voru félagar úr Gamma-deild og Áslaugu Brynjólfsdóttur formann landssamtakanna.
  2. Formaður kveikti á hinum þrem hefðbundnu kertum
  3. Guðbjörg Sveinsdóttir las markmið Delta Kappa Gamma
  4. Jónína Guðmundsdóttir flutti orð til umhugsunar og las hún örsöguna um "Vandamálatréð".
  5. Fundargerð síðasta fundar var lesin og samþykkt
  6. Formaður tilkynnti breytingu á áður auglýstri dagskrá en fyrirlestur sem átti að vera um listaþeraíu féll niður en í staðinn kemur Sigríður Lillý Baldursdóttir með erindi sem hún nefnir: "Takturinn í tilverunni".
  7. Sigríður Lillý flutti fyrirlestur sinn sem er byggður á fjölbjóðlegri rannsókn sem hún vinnur að um streitu í samfélaginu og hvernig hún tengist tæknivæðingu nútímans, miklar umræður spunnust um efnið.
  8. Kaffihlé
  9. Sigríður Jónsdóttir, formaður undirbúningshóps um Evrópuráðstefnuna sem haldin verður í Reykjavík 5. - 9. ágúst nk, greindi frá gangi mála.Einkunnarorð ráðstefnunnar verða: "gróska, hæfni, forysta". Nú eru 50 konur starfandi í nefndum og gengur undirbúningur vel. Evrópuforseti DKG er Sigrún Klara Hannesdóttir.
  10. Vilborg Dagbjartsdóttir úr Gamma-deild flutti 5 ljóð sem hún hafði þýtt úr sænsku og fjölluðu um viðbrögð barna við sorg.
  11. Áslaug Brynjólfsdóttir ávarpaði fundinn og þakkaði fyrir góðar skýrslur sem hún hafði fengið frá Þeta-deild. Hún greindi frá landsfundinum 26. apríl á Eldhestum Hveragerði og hvatti konur til að mæta.
  12. Við fundarslit færðu félagar úr Gamma-deild systrum sínum rauða túlípana og þökkuðu fyrir ánægjulega kvöldstund. Formaður þakkaði þeim kærlega fyrir komuna sem öðrum gestum. Þá færði hún Sigríði Lillý rauða rós í þakkarskyni fyrir framlag hennar á fundinum.
    Næsti fundur verður í Njarðvíkurskóla 9. apríl nk og mun hann fjalla um umhverfimennt. Fundi slitið kl. 10:30.

Síðast uppfært 01. jan 1970