14. október 2007


Fundur hjá Þeta-deild 14. október 2007.

Fundurinn haldinn í húsnæði Keilis á Keflavikurflugvelli.

Formaður setti fund, kveikti á kertum og bauð konur velkomnar. Nafnakall, 13 konur voru mættar.

Sigríður Bílddal var með orð til umhugsunar og fjallaði um starfssvið námsráðgjafa í grunnskólum.

Hjálmar Árnason, forstöðumaður Frumgreinadeildar, bauð okkur velkomnar. Hann sagði okkur sögu hússins og sýndi okkur staðinn sem var áður Guðshús fimm safnaða sem unnu saman í friði og spekt, en hýsir nú Háskólasamfélag Keilis.

Uppbygging heildstæðs þekkingarsamfélags á Keflavíkurflugvelli. Hjálmar sagði okkur hvernig til hefði tekist við að koma öllu heim og saman á ótrúlega skömmum tíma, ævintýri líkast. Nemendur eru 105, kennarar eru allir stundakennarar og níu manna einvalalið vinnur á skrifstofunni þar sem þekking, gleði og kraftur ræður ríkjum.

Hildur Harðardóttir afhenti fundarmönnum bílalyklakippu frá Soroptimistasamtökum Íslands til að minna á gildi góðrar hegðunar í umferðinni.

Við fundarlok færði formaður Hjálmari og Sigríði sínu hvora rósina að ætti samtakanna og þakkaði góðar móttökur.

Fundi slitið kl. 22:00

GH


Síðast uppfært 01. jan 1970