16. sept. 2020

Fundur hjá Þeta deild DKG

 

Fundurinn var haldinn 16. september 2020, í Fjölskyldusetrinu (barnaskólanum) við Skólaveg 1 í Reykjanesbæ.  Lóa Björg Gestsdóttirritar fundagerð í fjarveru ritara Fanneyjar Dóróthe Halldórsdóttir

Dagskrá;

Formaður, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, setur fundinn og kveikir á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Sigurlína fyrrum ritari er með nafnakall og les fundargerð síðasta fundar.

Gerður Pétursdóttur sem verið hefur formaður Þeta deildar s.l. fjögur ár var með orð til umhugsunar. Gerður ræddi um fjarvinnu og var að leita svara við spurningunni hvort það þurfi heimsfaraldur eða kreppu til að foreldrar séu heima hjá sér meira og verja þar með meiri tíma með börnum sínum. Gerður talaði um að það væri alltaf mikið að gera hjá öllum, allir uppteknir í alls konar verkum hvort sem það er vinna, fjölskylda eða einkalífið. Það hefur borið mikið á kulnun/streitu i samfélaginu og þá sérstaklega hjá miðaldra hörkuduglegum konum. Gerður kom einnig inn á rannsókn sem gerð hafði verið og kom í ljós að 7 af hverjum 10 konum voru ánægðar með þetta nýja fyrirkomulag (fjarvinnu) en aðeins 4 af hverjum 10 körlum. En allt kallar þetta á hugarfarsbreytingar þar sem markmiðið er að færa fjölskyldurnar meira saman.

Ingibjörg Sif Stefánsdóttir kom upp undir liðnum Félagskona kynnir sig. Var mjög gaman að hlusta á sögu Ingu Sif, eins og hún er alltaf kölluð, og hvað hún talaði sérstaklega fallega um foreldra sína.

Næst tók formaður til máls og fór yfir vetrarstarfið. Stjórnin og viðhengi hennar var kynnt og  síðan farið yfir dagskrá vetrarins þar sem þemað er Skólasaga Suðurnesja. Sjö fundir eru á dagskrá í vetur (með þessum)  og munu 3 félagskonur sjá um hvern fund. Fundina verða á eftirfarandi dagsetningum og fyrir aftan eru umsjónarkonur.

12. okt – Fanney D., Bryndís G., Hólmfríður og Jurgita

24. nóv – Jólafundur -  Kristín, Gerður og Heiðar I.

13. jan – Bókafundur – Lóa, Sibba, Sóley Halla

16. feb – Ása, Valgerður, Elín

22. mars – Ingibjörg, Inga Sif og Inga

17. apríl – Vorferð – Ingibjörg B., Hulda og Imba

Formaður lét vita að Sigríður Daníelsdóttir er hætt í félaginu og bað fyrir kveðjum til allra. 3. október verður framkvæmdaráðsfundur þar sem formenn félaganna hittast. Formaður kom einnig með gleðifréttir um Íslensku menntaverðlaunin, en ein Þeta systir hefur verið tilnefnd í flokknum Framúrskarandi kennari, hún Anna Soffía.

Næst á dagskrá var fróðleikur frá Rannveigu Garðasdóttur sem sagði okkur frá sögu hússins sem við vorum í og frá skólahaldi í Keflavík.Mjög merkileg frásögn og voru flest allar sem tengdu sig inn í söguna á einhvern hátt.

Fundinum lauk með rjúkandi súpu og meðlæti frá Höllu í Grindavík,

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19:50

Lóa Björg Gestsdóttir

 


Síðast uppfært 29. sep 2020