13. mars 2019

Fundargerð Þeta deildar 13. mars 2019. Fundurinn var haldinn í Sandgerðisskóla.

Fundur hófst klukkan 18.

24 konur mættar.

Sigurlína ritari setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar.

Jurgita Milleriene var með orð til umhugsunar. Fjallaði hún um menntun og kulnun. Hún sagði frá að hún var á námskeiði þar sem spurt var hvað það væri sem foreldrar vildu að börnin þeirra tækju með sér úr grunnskóla. Foreldrar nefndu ýmislegt en enginn nefndi menntun. Í hennar heimalandi er öll áherslan á menntun. Ísland og Litháen er svolítið öfganna á milli í þessu og mætti finna milliveginn. Það að foreldrar eru ekki að leggja áherslu á menntunina í grunnskóla skýrir kannski það vandamál að mikið er um leyfi barna í grunnskólum, sem er orðið ákveðið vandamál. Er það ákveðið virðingaleysi í gangi sem hefur áhrif á aukna kulnun kennara. Munurinn er líka mikill á milli grunnskóla og framhaldsskóla. Í framhaldsskóla eru mun meiri kröfu um mætingu t.d. og þar er mikið um brottfall sem er kannski vegna þess að nemendur eru ekki vanir þessum kröfum um mætingu og nám. Allir hafa skoðanir á starfi kennarans og hvernig á að sinna því. Sú afskiptasemi getur einnig haft áhrif á aukna kulnun kennara í starfi.

Þá var komið að liðnum deildarkonur kynna sig og var það Brynja Aðalbergsdóttir sem sagði skemmtilega frá uppruna sínum og æsku, menntun, fjölskyldu, starfi og áhugamálum.

Síðan var matur.

Þá kom formaðurinn inn með önnur mál.

  • Vorferðin verður farin 13. apríl. Farið verður í heimsókn til Epsilon deildar á Suðurlandi. Verður farið á einkabílum og voru konur hvattar til að taka daginn frá líkleg tímasetning verður kl. 9.30-15.30
  • Inntaka nýrra félaga. Inntakan verður á september fundinum.
  • Síðan minnti hún á landssambandsþingið í byrjun maí og alþjóðaráðstefnuna í sumar, og hvatti Þeta konur til að mæta.

 

Þá sagði Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla okkur frá starfinu í skólanum og þeim verkefnum sem verðið er að vinna þar. Var það mjög áhugaverð og skemmtileg frásögn og greinilega mikið og flott starf unnið þar. Síðan gekk hún um skólann og sýndi aðstöðuna með þeim sem það vildu.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.00

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Síðast uppfært 15. mar 2019