14. mars 2016

Fundargerð 14.mars 2016

Dagskrá fundar:
 1. Kveikt á kertum
 2. Orð til umhugsunar
 3. Nafnakall / fundargerð
 4. Kids read the world, Kristín Helgadóttir segir frá
 5. Læsi í Grunnskóla Grindavíkur , Guðbjörg Sveinsdóttir segir frá
 6. Önnur mál    

 1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
 2. Lára Guðmundsdóttir var með orð til umhugsunar og ræddi um kennarann.  Kennarinn er sá sem vinnur með nemandann það stendur allt og fellur með honum.  Í dag eru samfélagsmiðlar mikið nýttir til umræðu um menntamál en oft er það ekki raunveruleikinn sem á sér stað í kennslustofunni.  Vinnumat kennara er efst á baugi í dag mikil umræða um breytta vinnutilhögun kennarans.  Það er afar mikilvægt að við stöndum saman sem stétt.   
 3. Ritari var med nafnakall og voru 17 konur mættar
 4. Kristín Helgadóttir sagði frá verkefni sem unnið var í leikskólanum Holti skólaárið 2014-2015 og hlýtur sérstök verðlaun Evrópusambandsins fyrir góða vinnu við að efla læsi og áhuga barna á bókum.  Verkefnið kallast "Kids read the world" og er hægt að kynna sér það nánar á vefsíðu https://kidsreadtheworld.wordpress.com/  
 5. Guðbjörg Sveinsdóttir sagði frá læsisstefnu Grunnskóla Grindavíkur og þeim skimunum sem notaðar eru.  Hún sagði líka frá skemmtilegu verkefni sem unnið er að í skólanum og kallast „Fágæti og furðuverk“ sem miðstöð skólaþróunar á Akureyri hefur verið að þróa.  Skemmtilegt verkefni þar sem bækur og fylgihlutir eru settir í poka og börnin fara með heim og nýta með foreldrum sínum.
 6. Önnur mál
 • Síðasti fundur vetrarins verður haldinn þann 18.apríl í Hannesarholti í Reykjavík
 • vorþing DKG verður haldið 30.apríl í Hafnarfirði yfirskriftin er „Fjölmenning og samtakamáttur“ konur eru hvattar til að mæta.
 • Uppstillinganefnd er að störfum hjá Þeta deild. Ný stjórn mun taka við á næsta fundi. Þær sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru hvattar til að láta Ingu Maju  formann uppstillinganefndar vita.
        
Formaður sleit fundi kl.19:45
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 26. apr 2016