Bókafundur 20. janúar 2021

 

Þeta deild hélt annan fund sinn á þessum vetri í fjarfundi á Teams kl 18.00

 Fundurinn hófst með því að formaður kveikti á kerti vináttunnar.

  1. Sigríður Hagalín Björnsdóttir fór yfir tilurð og feril skriftar bókar sinnar Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir. Hún sagði frá rannsóknarvinnunni á bak við skrifin og tengingunni á tilfinningalífi ástarinnar og harðhræringa. Sigríður las úr bók sinni og svaraði nokkrum spurningum Þetasystra að lestri loknum.

 

Jón Kalmann Stefánsson las úr bók sinni Fjarvera þín er myrkur og sagði frá því hversu flókið það getur verið að svar spurningunni „um hvað fjallar bókin“ þegar hann er spurður um bækur sínar. Þær séu eins og líf manns, það er ekki hægt að segja um hvað það fjallar, það er margar sögur sem fléttast saman. Hann sagði einnig frá því að hann tengi allar sínar bækur við Keflavík, hvar hann bjó í tíu ár og að það séu ekki margar bókmenntir sem fjalla um eða gerast í Keflavík. Jón Kalman svaraði nokkrum spurningum Þetasystra að lestri loknum.

 

 

  •     Ingibjörg formaður sagði frá því að hún sótti framkvæmdaráðsfund nú í haust. Það kom upp ósk um að Þeta deildin yrði gestgjafi á landsambandsþingi í maí 2021 hér á Suðurnesjum.  
  •     Ingibjörg formaður sagði frá því að ósk hefur borist um tilnefningar í embætti hjá landsstjórna og hún myndi vera í sambandi við nokkrar Þetasystur og óska eftir þátttöku þeirra.
  1. 2.      Bryndís Björg Guðmundsdóttir – félagskona kynnir sig

Kynnti lífshlaup sitt, ástkæra foreldra og stóran systra hóp. Líf sitt þar sem hún hefur tekið skref fyrir skref til að mennta sig og er að ljúka meistaragráðu núna í febrúar.  Sagði frá fjölskyldu sinni, nýju barnabarni og hlutverki sínu sem „lífsþjálfi“. Bryndís hefur tileinkað líf sitt skólamálum og hefur starfað í skólamálum síðastliðin tuttugu ár og sinnt þar allflestum störfum innan grunnskólans og starfar  nú sem skólastjóri.

  1. 3.      Ásgerður Þorgeirsdóttir - orð til umhugsunar

Ræddi um ástandið, faraldurinn sem við erum að eiga við í dag. Hversu fjarlægur hann virtist fyrir aðeins ári síðan. Óvissutíminn og samstöðuna sem óx við hverja raun. Nú er ljós við enda ganganna og við höfum lært margt á þessum fordæmalausu tímum, æðruleysi, lausnarmiðun, að vanda samskipti og samhug. Höfum hægt á okkur og jafnvel einfaldað líf okkar sem gerir það að verkum að við kannski metum betur einföldu hlutina. Stafrænt heljarstökk og jafnvel gert okkur meðvitaðri um umhverfið okkar. Ásgerður las upp ljóð sem lýsir vel hugarástandi þjóðar á tímum kórónuveiru. 

Ljóð í huga

Skref fyrir skref, einn fót fram fyrir hinn,
framtíð þjóðar óviss og óttinn læðist inn.
Við berum höfuð hátt en förum okkur hægt,
í hjörtum er von um að veiran slái vægt.

Sameinuð erum sterkari og við stöndum bak í bak,
tilbúin að hjálpast að og bera þetta þak.
Traustar raddir róa og segja allt sem þarf,
þjóðin hefur fengið svo ótal margt í arf.

Sannarlega skrítnir tímar í okkar samfélagi,
áhrif veirunnar varir á allra okkar hagi.
En við getum ekki breytt því hver staðan er í dag,
við getum aðeins beitt okkar hugarfari í hag.

Eitt af því sem við munum læra,
í neyð hvað er nauðsynlegt að næra.
Huga að hvert öðru og sýna meiri ást,
huga vel að þeim sem kunna að þjást.

Með tónlist í hjarta og ljóð í huga,
við látum okkur minna duga.
Orku frá náttúrunni við fáum í göngu,
sköpum eitthvað nýtt á göngunni löngu.

Þó við getum ekki boðið gestum í hús,
rétt fram hönd né gefið knús.
Orð geta hughreyst viðkvæmt hjarta,
gefið hlýju og um leið von bjarta.

Það styttir upp um síðir og sólin aftur skín,
við lærum fjölmargt nýtt og bætum okkar sýn.
Skref fyrir skref, einn dag í senn,
áfram við höldum, hugrekkir landsmenn.

-Katrín Ösp Jónsdóttir. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19.30

 

 


Síðast uppfært 01. feb 2021