30. nóvember 1999
Félagsfundur í Þeta-deild DKG á Suðurnesjum haldinn 30. nóvember 1999 kl. 20 í Holtaskóla.
Laufey Gísladóttir stjórnaði fundi, bauð félagskonur velkomnar og kveikti á kertunum; því næst fór fram nafnakall, 13
félagskonur voru mættar.
Hildur Harðardóttir var gestur fundarins og sagði hún frá reynslu sinni sem ritari í vinnuhópi um menntamál á Kvennaráðstefnunni
í Reykjavík, niðurstöðum vinnuhópsins og tillögum að leiðum til úrbóta.
Laufey stjórnaði síðan fjöldasöng og lék undir á gítar.
Þá kynnti Jónina Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Holtaskóla, þær breytingar sem gerðar hafa verið á
húsnæði skólans á árinu í tengslum við breytingar í skólamálum bæjarins vegna einsetningar, en Holtaskóli hefur einn
skóla í Reykjanesbæ verið einsetinn um nokkurt skeið og hýsti unglingastig Keflavíkurhverfisins, er nú orðinn heildstæður.
Fundarmenn fóru síðan í skoðunarferð um skólann í fylgd Jónínu, Valgerðar, Laufeyjar og Hildar og enduðu ferðina á
kennarastofunni þar sem Guðbjörg bauð upp á súkkulaði og smákökur.
Fundinum lauk svo með umræðum yfir rjúkandi súkkulaðibollum.
Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð
Síðast uppfært 01. jan 1970