23. janúar 2015

Fundargerð 23.febrúar 2015 

 
Dagskrá fundar: 
1. Kveikt á kertum 
2. Orð til umhugsunar 
3. Nafnakall / fundargerð 
4. Kynning á Grunnskóla Grindavíkur 
5.Önnur mál: 
 
  1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttunnar, trúmennskunnar og hjálpseminnar. 
  2.  Árdís Hrönn Jónsdóttir var með orð til umhugsunar og gerði að umtalsefni sínu tækni og þann hraða sem orðið hefur í þróun á tækniöld. Mjög skemmtilegt innlegg. 
  3. Ritari var med nafnakall og voru 19 konur mættar 
  4. Guðbjörg Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur gekk með okkur um skólann og sagði frá skólanum, bókasafninu og tónlistarskólanum. 
  5. Matur, súpa og brauð frá „Hjá Höllu“ og eftirréttur að hætti Guðbjargar. Dásamlegur matur. 
  6. Halldóra Magnúsdóttir skólastjóri sagði okkur frá áherslum skólans og þeim verkefnum sem verið er að vinna í skólanum afar áhugavert erindi og skemmtilegt. Greinilega mikil vinna og áhugverð í Grindavík. 
 
Formaður sleit fundi kl.20:00 
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 14. maí 2017