29. mars 2011

6. fundur vetrarins hjá Þeta-deildinni

Þessi síðasti fundur vetrarins var með óvenjulegu sniði og því var hefðbundnum fundarstörfum sleppt. Þeta-systur hittust þriðjudaginn 29. mars við Alþingishúsið kl. 17:30, þar sem Oddný Harðardóttir, einn af þingmönnum Suðurlandkjördæmis, tók á móti hópnum. Þar fengu Þeta-systur góða fræðslu um sögu hússins. 
Síðan var haldið yfir í hús Fjárlaganefndar þar sem Oddný bauð upp á veitingar og sagði frá starfi sínu sem formaður nefndarinnar en hún er fyrsta konan til að gegna því starfi hér á landi.
Við áttum mjög ánægjulega og fróðlega samverustund með Oddnýju og nutum frábærra veitingar.
Mættar voru 16 Þeta-systur.

Fundarritari
Inga María Ingvarsdóttir


Síðast uppfært 06. apr 2011