14. mars 2001

Þetafundur haldinn 14. mars á leikskólanum Tjarnarseli.

Formaður setti fund og bauð alla velkomna og kynnti gest fundarins.

Gesturinn var Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingur, og hélt hann fyrirlestur um samskipti. Fram kom að góð samskipti væru algjört lykilatriði í hverju fyrirtæki sem og annars staðar og árangursrík samskipti væru leiðin til framtíðar. Í fáum orðum sagt felast árangursrík samskipti í gullnu reglunni, þ.e. komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig, þú uppskerð eins og þú sáir.

Guðríður var með orð til umhugsunar og kynnti okkur skólastefnu McMillian og hvernig sú stefna hafði áhrif á stofnun og innra starf Tjarnarsels á sínum tíma. Heimild hennar var bókin Steinar í vörðu sem gefin var út í tilefni sjötugsafmælis Þuríðar Kristjánsdóttur.

Inga María, leikskólastjóri, sýndi okkur skólann, en þar hefur mikil endurnýjun húsnæðis farið fram. Bætt húsnæði gefur starfsfólki kost á breyttu og bættu innra starfi.

Formaður kynnti landþing á Akureyri og Evrópuþing í Malmö. Guðbjörg var tilnefnd í stjórn landssambandsins.

Mættar: Árný, Elínborg, Guðbjörg Ingimundar., Guðbjörg Sveinsd., Guðríður, Hulda, Inga María, Laufey, Lára, Lilja, Sóley Halla, Valgerður. Boðuðu forföll: Jónina, Hildur, Þórdís, Bjarnfríður, Karen, Margrét, Stefanía.

Valgerður Guðmundsdóttir


Síðast uppfært 01. jan 1970