6. desember 2004

Fundur hjá Þeta-deild 6. desember 2004
Fundurinn haldinn í Hæfingastöðinni við Hafnargötu í Keflavík.

Formaður setti fund
Hópur 3 tók því næst við stjórninni. Hóp 3 skipa þær Sigríður Dan, Hulda, Alda og Lára.
Lára kveikti á kertunum og las markmið samtakanna.

Hulda flutti orð til umhugsunar. Hún fjallaði fyrst um "miðaldra konur" þar sem hún kom inn á þá breytingu sem orðið hefði á stöðu kvenna hvað varðar útivinnandi konur. Bar saman þá kynslóð sem miðaldra konan tlheyrir og svo kynslóð mæðra þeirra. Í dag eru konur mjög uppteknar og vandamálið er ekki það að konur séu að brenna upp heldur eru þær að örmagnast. Því næst ræddi Hulda um niðurstöður Pisa rannsóknarinnar. Þar sem Íslendingar höfðu bætt sig í stærðfærði en dottið niður í móðurmálinu. Þar kom hún inn á að þjóð eins og Noregur sem verðu í peningum kom illa út úr rannsókninni og þar væri allt á niðurleið þó mest væri sett af peningum í menntun þar af Norðurlöndunum Mikil agamál ríktu þar og viðhorf foreldra til skólans væru neikvæðar. Einnig minntist hún á stöðu Finna sem væri mjög góð og athygliverð.
Nokkrar umræður urðu um þessi málefni.

Nafnakall. Aðeins 10 konur voru mættar.

Fundargerð síðasta fundar lögð fram og var hún samþykkt samhljóða.

Sigríður Dan flutti síðan erindi sem hún flutti á ráðstefnu Styrktarfélags vangefinna. Erindið nefndi hún "Átaks er þörf". Þar ræddi Sigríður um hvernig ætti að bregðast við öldruðum fötluðum, einnig snemmabærri örldrun fatlaðra. Hún kynnti stöðu aldraðra og fatlaðra og kynnti mismuninn á þeirri þjónustu sem þessir hópar fá. Einnig kom hún inn á lögin sem gilda um þessa hópa. En samkvæmt þeim hættir fatlaður einstaklingur að vera fatlaður um 67 ára aldur og gerist ellilífeyriseþgi. Þannig að viðkomandi flyst milli ráðuneyta úr Félagsmálaráðuneytinu og i Heilbrigðisráðuneytið.
Sigríður gagnrýndi stjórnvöld þar sem min betur er búið að fötluðum en eldri borgurum.
Nokkur umræða var eftir erindið.

Því næst var boðið upp á súkkulaði með rjóma og gómsætt meðlæti. Og hélt umræðan áfram meðan konur fylltu maga sína af þessu góðgæti.

Í lok fundarins var rætt um að fella niður desemberfundi í framtíðinni, vegna lélegrar mætingar. Konur voru sammála þessu og vildu þess í stað byrja fyrr, þ.e. í lok september þannig að við næðum þremur fundum á haustönn.
Létt rabb og fundi slitið á réttum tíma.

Fundarritari
Elínborg Sigurðardóttir


Síðast uppfært 25. apr 2009