30. janúar 2001

Þeta fundur haldinn í  Tónlistarskólanum 30. janúar 2001.

Formaður setti fundinn og bauð allar velkomnar.

Guðbjörg Sveinsdóttir var með orð dagsins og lagði út frá hinum fjölmörgu hlutverkum konunnar. Hennar lokaorð voru þau að eitt hlutverk okkar væri aðalhlutverk og því mikilvægast en það væri móðurhlutverkið.

Karen Sturlaugsson sagði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þetta er öflug stofnun með 600 nemendur þar af 300 í einkatímum. Sérstakt við þennan tónlistarskóla er að börnunum er ekki aðeins kennt í húsnæði tónlistarskólans heldur í öllum grunnskólunum að auki og á skólatíma en ekki bara eftir skóla eins og víða annars staðar. Þetta gerir það að verkum að kennarar geta hafið kennslu fyrr á daginn og nemendur eru ekki útkeyrðir þegar þeir mæta í tónlistartíma.

Konur lásu upp eða sögðu frá bókum sem þær höfðu nýverið lesið. Bækurnar voru hinar fjölbreyttustu og mjög skemmtilegar umræður sköpuðust.

Mættar: Alda, Árný, Guðbjörg Ingimundar., Guðbjörg Sveinsd., Hildur, Hulda Björk, Karen, Lára, Valgerður, Þórdís. Boðuðu forföll: Guðríður, Jónina, Lilja, Sóley Halla.


Síðast uppfært 01. jan 1970