29. september 2010

1. fundur vetrarins haldinn í leikskólanum Vesturbergi miðvikudaginn 29. september, 2010,  kl. 20:00.

Dagskrá fundar:
Formaður setti fundinn
Kveikt á kertum
Nafnakall
Orð til umhugsunar
Fyrirlestur um Orðaspjall
Kynning á starfi og leik í Vesturbergi og leiðsögn um leikskólann

Guðbjörg, formaður nýrrar stjórnar, setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Í framhaldi af því kynnti hún þema vetrarins sem er Læsi í mjög víðum skilningi. Næstu fundir verða tileinkaðir áhugaverðum nýjungum, á öllum skólastigum, er varða læsi. Leikskólastigið reið á vaðið með kynningu á aðferðafræði sem nefnist Orðaspjall. Guðbjörg fjallaði næst um landssambandsþing DKG, sem verður haldið hér í bæ, á næsta vor. Jafnframt auglýsti hún eftir þremur til fjórum sytrum, í undirbúnings-nefnd. Engin gaf sig fram á fundinum. Einnig minnti hún á félagsgjaldið sem þarf að greiðast fyrir 15. október.

Næst var nafnakall, 13 systur voru mættar og einn gestur, Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólakennari.

Sóley Halla flutti orð til umhugsunar og fjallaði um námsmat í grunnskólum fyrr og nú. Hún vitnaði í spekinga eins og Guðmund Finnbogason, Pál Skúlason og Sigurjón Friðjónsson. Einnig sýndi Sóley okkur einkunnabók, frá 19 öld, í eigu fjölskyldu hennar. Þar mátti sjá að kennarar unnu og skráðu daglegt námsmat í einkunnabækur á þeim tíma.

Fyrirlestur Árdísar fjallaði um aðferðafræði sem hún nefnir Orðaspjall (Text – talk) með leikskólabörnum og þróunarverkefnið Bók í hönd og þér halda engin bönd sem hún stýrir í leikskólanum Tjarnarseli. Meginmarkmið þess er að efla orðaforða 2-6 ára barna með lestri bóka. Jafnframt að efla frásagnarhæfni og hlustunarskilning og að þau njóti og hafi ánægju af bókum.
 
Eftir fyrirlesturinn færði Guðbjörg, Árdísi Hrönn rós að gjöf.

Brynja Aðalbergs, leikskólastjóri sagði okkur frá starfsemi Vesturbergs sem er opinn leikskóli þar sem rými barnanna er sameiginlegt. Svæðin hafa hvert um sig ákveðin uppeldisleg markmið. Börnin fara frjálst um húsið en starfsfólkið á fasta viðveru á svæðunum,viku í senn.

Áður en gengið var um húsakynni Vesturbergs, í leiðsögn Brynju leikskólastjóra, sleit Guðbjörg fundinum. Eftir leiðsögnina var boðið upp á kaffiveitingar, bláberja-ostaköku og Delton-köku með karmellusósu og rjóma.  Systur gáfu sér góðan tíma til að spjalla og njóta veitinganna.

Að ósk Þetasystra verður uppskriftin af Dillons-kökunni birt hér fyrir neðan fundargerðina. 

Inga María Ingvarsdóttir

DILLONS- KAKA  MEÐ KARMELLUKREMI nammi namm...


235 gr. Döðlur
1 tsk. Matarsódi
Sett í pott, vatn látið fljóta yfir og sjóða í ca. 5. mín (maukað)
matarsódinn hræður út í.


120 gr. Smjör
5 msk. Sykur  
2 Egg
3 dl. Hveiti                                                
½ tsk. Salt    
1 1/3 msk. Lyftiduft
½ tsk. Vanilla

 allt hrært saman , döðlumauk hrært saman við og hrært í smá stund...

Bakað við 170 – 180 gr í 15-1-20 mínútur

Karmellubráð

120 gr. Smjör
115 gr. Púðursykur            
½ tsk. Vanilla      
4 msk. Rjómi

 allt sett í pott og látið sjóða í 5-8 mín.

 


 


Síðast uppfært 04. okt 2010