8. maí 2000

Félagsfundur í Þeta-deild Delta Kappa Gamma á Suðurnesjum haldinn mánudaginn 8. maí 2000 kl. 20:00 á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, Kjarna, Hafnargötu 57.
Gestgjafar: Guðríður Helgadóttir og Inga María Ingvarsdóttir.

Lára setti fund og sagði frá vorþingi DKG í Garðabæ, sem tókst í alla staði mjög vel og margt rætt þar sem vakti félagskonur til umhugsunar. Erindi vorþings væntanlega gefin út í fréttabréfinu okkar.
Lára bar því  næst  upp tillögu stjórnar um verkaskiptingarfyrirkomulag félagsins og var það samþykkt samhljóða. Hún fól síðan gestgjöfum fundinn.

Inga María kveikti á kertunum þremur og las markmið félagsins eins og lög gera ráð fyrir.
Ritari hafði nafnakall og voru 16 félagskonur mættar.

Guðríður tók svo við og flutti orð til umhugsunar. Hún ræddi menntun leikskólakennara og þær breytingar sem á henni hafa orðið. Guðríður sagði síðan frá sínu starfi, málefnum leikskóla í bæjarfélaginu og kynnti leikskólana Heiðarsel, Garðasel, Holt og Gimli.

Hulda Ólafsdóttir, gestur fundarins, sagði frá Vesturbergi og því starfi sem þar fer fram. Þar er hinn frjálsi leikur í fyrirrúmi og skólinn óhefðbundinn um margt í skipulagningu.

Inga María kynnti Tjarnarsel og starfið ítarlega frá þróunarverkefninu "Næsta umhverfi leikskólans" sem þar hefur verið unnið á síðustu árum.

Að loknum fróðlegum erindum um leikskólamál var boðið upp á kaffi og vöfflur og málin rædd í smærri hópum.

Lára bar síðan upp tillögu stjórnar um að hópur 1: Holtaskóli, tæki við stjórnartaumunum næstu tvö árin og var það samþykkt með lófataki.

Lára bar einnig fram tillögu stjórnar um við við huguðum að því að fjölga í félaginu þannig að hver hópur væri skipaður 5 félagskonum og að hver hópur kæmi með tillögu um eina félagskonu til viðbótar í sinn hóp á fyrsta fund í haust.

Ákveðið að núverandi stjórn og næsta stjórn hittist á fundi eftir miðjan ágúst.

Fundi var slitið um kl. 23.
Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð


Fylgiskjal : Tillaga stjórnar um verkaskiptingarfyrirkomulag.
Félagskonum verði skipt í 6 hópa sem hver sér um einn fund að vetri og hóparnir skiptist á að fara með stjórnarstörf. Sá hópur sem er í stjórn sleppur við að halda almenna fundi. Stjórn leggur til að hóparnir verði þessir.
1. Holtaskóli: Guðbjörg Ingim., Valgerður, Jónina og Hildur
2. Njarðvíkurskóli: Lára, Sóley Halla, Lilja og Guðríður H.
3.  Grindavík: Bjarnfríður, Margrét, Stefanía og Petrína
4. Heiðarskóli: Árni Inga, Sveindís, Laufey og Elínborg
5. Fjölbraut: Oddný, Alda, Þórunn og Sigríður Bílddal
6. Einyrkjar: Karen Sturl., Þórdís, Hulda Björk, Inga María og Guðbjörg Sveinsd.
Stjórn leggur einnig til að Holtaskóli haldi um stjórnartaumana á næstu tveim árum og velji sér gjaldkera úr sínum hópi.


Síðast uppfært 25. sep 2009