15. janúar 2002

15. janúar 2002

Fundurinn var haldinn í Heiðarskóla og var það hópur 4 (Sveindís, Laufey, Steinunn og Elínborg) sem voru gestgjafar. Í fjarveru formanns stjórnaði Jónína fundinum.

Sveindís og Steinunn deildu með sér orði til umhugsunar og ræddu vinskapinn og sjálfsstjórnina, einnig voru þær með gamanmál í lokin.

Efni fundarins var umfjöllun um jólabækurnar og voru eftirfarandi bækur kynnar:  Höfundur Íslands, Ýmislegt um risafurur og tímann, Höll minninganna, Ævintýrið eftir Göthe, Grafarþögn, Jöklaleikhúsið, Undir köldu tungli, Reisubók Guðríðar Símonardóttur og Úr fjötrum. Sköpuðust skemmtilegar umræður og varð fundurinn heldur lengri en venjulega.

Valgerður og Hulda notuðu tækifærið og buðu konum á sérstakt bókmenntakvöld sem verður haldið á bókasafninu í febrúar, Konur og bókmenntir.

Mættar voru: Elínborg, Hulda, Jónína, Laufey, Lára, Sóley Halla, Sveindís, Valgerður, Þórdís, Elín, Steinunn og Sigríður Dan. Forföll boðuðu Bjarnfríður, Guðbjörg S. og Guðbjörg I., Guðríður, Hildur, Lilja, Margrét, Stefanía, Auður og Sigrún Ásta.

 


Síðast uppfært 01. jan 1970