23. okt. 2019

Fundargerð Þeta deildar 23. október 2019. Fundurinn var haldinn í Háaleitisskóla, Ásbrú.

Fundur hófst klukkan 18.

21 kona mætt.

Formaður setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Formaður minntist Halldóru Kristínar Magnúsdóttur sem lést 10. október eftir erfiða baráttu við krabbamein.

Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar.

Bjarnfríður Jónsdóttir var með orð til umhugsunar. Sagði hún frá nágrannakærleik í litlu þorpi í Svíþjóð. Þar búa Elín sem er 94 ára og Rolf sem er um 80 ára. Á hverjum morgni útbýr Rolf morgunmat og fer með yfir til Elínar, hann kemur líka við og tekur póstinn hennar og fer með hann til hennar. Þau borða saman morgunmatinn. Síðan fer hann aftur til hennar seinnipartinn og þá er hún búin að elda kvöldmat fyrir þau og þau borða hann saman og sitja saman fram á kvöld og Rolf fer ekki fyrr en Elín er komin upp í rúm, þá slekkur hann ljósin og læsir og fer heim. Á föstudögum fara þau saman að versla í matinn og kaupa alltaf líka smá vín, fara svo heim borða og setjast svo saman í sófann og fá sér vínlögg og taka svo snúning. Dásamleg saga um kærleik.

Þá var komið að liðnum deildarkonur kynna sig og var það Hulda Jóhannsdóttir sem sagði skemmtilega frá fjölskyldu sinni, menntun, starfi og áhugamálum.

Jurgita Milleriene sagði okkur aðeins frá Háleitisskóla. Skólinn er 10 ára. 300 nemendur eru í skólanum og er um 40% þeirra af erlendum uppruna. 60 starfsmenn eru við skólann og vinna þau mikið með orðaforðavinnu í skólanum. Síðan gengum við um skólann og skoðuðum hann.

Síðan var matur.

Þá kom Dröfn Rafnsdóttir, deildarstjóri Miðju máls og læsis og kynnti fyrir okkur um hvað Miðja máls og læsis er, sagði frá upphafi hennar, kynnti starfsfólkið sem þar vinnur, 16 manns vinna þar og sagði frá hvaða þjónustu þau veita og hvaða verkefnum þær eru helst að sinna og kynnti heimasíðuna: https://mml.reykjavik.is/um-mml/

Jurgita Milleriene kynnti fyrir okkur Litháíska móðurmálsskólann. Skólinn er 15 ára og í honum eru um 57 nemendur og 10 kennarar sem starfa við hann í sjálfboðavinnu. Kennslan fer fram í Hólabrekkuskóla í Rvk. Sagði hún frá starfseminni og þvi helsta sem þau eru að gera þar, mjög áhugavert og skemmtilegt að sjá.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.10

 


Síðast uppfært 24. okt 2019