29. september 2003

Fyrsti fundur starfsársins haldinn 29. september 2003 á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar kl. 20:00

  1. Formaður setur fund, býður konur velkomnar og kveikir á kertum. Þá greindi hún frá því að þrjár af systrum okkar hafa skipt um störf og síðan greindi hún frá Evrópuráðstefnunni
  2. Guðbjörg Sveinsdóttir las upp markmið samtakanna.
  3. Sigrún Ásta Jónsdóttir las orð til umhugsunar. Hún las örsöguna "Dásamleg kona" úr bókinni "Galdrabók Ellu Stínu" eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
  4. Hulda Björk Þorkelsdóttir kynnti könnun sem stjórnin hefur útbúið og bað konur að svara spurningum á spurningablaði A.
  5. Þá var skipt í hópa, konur fengu spurningablað B og ræddu hóparnir um þau atriði sem þar voru kynnt.
  6. Eftir kaffihlé kynntu hóparnir niðurstöður sínar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:00

SÁJ


Síðast uppfært 01. jan 1970