19. október 2015

Fundargerð 19.okt 2015

Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerd
4. Svava Bogadóttir skólastjóri Stóru Vogaskóla sagði frá sögu og starfi skólans
5. Önnur mál: 

  1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttunnar,  trúmennskunnar og hjálpseminnar
  2. Ásgerður Þorgeirsdóttir var með orð til umhugsunar og gerði að umtalsefni sínu tíma og tímaleysi.  Við erum alltaf í kapphlaupi við tímann hún veltir fyrir sér hvað veldur eru verkefnin of mörg, þarf meira skipulag, hægir á manni þegar aldurinn færist yfir.  En hún hallast að því að verkefnin séu of mörg.  Við þurfum að forgangsraða, mikilvægt að vera í núvitund að njóta líðandi stundar.  Það sem skiptir máli í lífinuer að njóta samverustunda.
  3. Ritari var með nafnakall og voru 16 konur mættar
  4. Svava Bogadóttir skólastjóri Stóru Vogaskóla sagði frá sögu og starfi skólans.  143 ár eru síðan skólahald hófst í Vogum.  Áhugaverð saga og skemmtilegt að skoða skólann.  Við þökkum Svövu góðar móttökur.
  5. Önnur mál
    Formaður minnti á 40 ára afmæli DKG þann 7.nóv í Þjóðarbókhlöðunni, nokkrar konur úr þeta deild ætla að mæta.

Formaður sleit fundi kl.20:00
Ritari: Kristín Helgadóttir

Síðast uppfært 26. apr 2016