9. apríl 2003

6. fundur starfsársins, haldinn 9. apríl 2003 í Njarðvíkurskóla kl. 20:00.

  1. Formaður setur fund og býður konur velkomna. Þá kveikir hún á kertum og rifjaði upp markmið félagsins.
  2. Dagskrá landsfundar DKG var dreift og konur hvattar til að mæta.
  3. Orð til umhugsunar. Lilja Guðmundsdóttir ræddi um traust guðs til okkar í stóru og smáu.
  4. Auður Þórhallsdóttir, frá Fossvogsskóla, flutti erindi um Umhverfismennt í skólum. Hún kynnti starf sem unnið hefur verið í Fossvogsskóla í umhverfisfræðum og fékk skólinn viðurkenninguna Grænfánann frá Landvernd fyrir framtakið og sem vottun um að skólinn fylgdi umhverfisstefnu.
  5. Eftir kaffihlé sköpuðust mikla umræður um erindi Auðar og voru konur mjög áhugasamar um að kynna sér þær aðferðir sem notaðar voru, árangur starfsins og hvernig nýta mætti þessa þekkingu í skólum á Suðurnesjum.
  6. Við fundarlok færði formaður Auði eina rauða rós að hætti samtakanna og þakkaði fundarkonum góða þátttöku.

Fundi slitið kl. 22:00 / SÁJ


Síðast uppfært 01. jan 1970