Nýbreytni á vef Þeta-deildar

Við bryddum nú upp á þeirri nýbreytni að segja tíðindi úr starfi og námi Þetsystra á vefnum okkar. Ef þetta mælist vel fyrir þá höldum við þessu áfram og hvetjum systur að senda fréttir úr starfi sínu eða námi svo aðrir geti notið og fylgst enn betur með. Inga María Ingvarsdóttir ríður á vaðið. Hún lauk M. Ed gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands árið 2009.  Ritgerð hennar nefnist: Hvernig gerast hlutirnir á akrinum: Leikskólakennarar ígrunda og rýna í eigið starf.  Útdrátt úr rigerð Ingu Maríu má lesa undir liðnum Frá systrum í efnisyfirlitinu á vinstri spássíu.