Skemmtileg leikhúsferð

Þeta-systur brugðu undir sig betri fætinum s.l. fimmtudag og skelltu sér saman í leikhús. Fyrir valinu varð leikritið Þrettándagleðin eftir William Shakespeare sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Leikendur eru bæði úr hópi reyndra leikara hússins og útskriftarhóps  Leiklistarskólans. Skemmst er frá því að segja að sýningin var bráðskemmtileg, leikmynd og búningar einfalt og snjall, margir efnilegir leikarar úr hópi nemanna og þeir reyndu stóðu allir vel fyrir sínu. Fyrir sýningu fór hópurinn saman út að borða á Hótel 101 og getur sannarlega mælt með þeim veitingarstað.