Fréttir

Mastersritgerðir á vefnum

Brynja Aðlbergsdóttir og Guðbjörg M. Sveinsdóttir luku nýlega mastersnámi og ágrip úr ritgerðum þeirra eru komin á vefinn okkar í möppunni Frá systrum á hægri spássíu.
Lesa meira

Ný stjórn Þetadeildar

Ný stjórn var kosin á síðasta fundi Þetadeildar sem jafnframt var aðalfundur. Inga María Ingvarsdóttir var kosin formaður og með henni í stjórn þær Elín R. Ólafsdóttir, Gyða Arnmundsdóttir og Kristín Helgadóttir. Stjórnarskipti fara fram í sumar og mun ný stjórn þá velja sér gjaldkera skv. lögum félagsins.
Lesa meira

Breyttur fundartími næsta fundar

5. fundur starfsársins verður haldinn miðvikudaginn 28. mars kl. 20 í húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að Austurgötu. Þema fundarins er tónlistarlæsi. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn að loknum hefðbundnum félagsfundi. Vekjum einnig athygli á Erlingskvöldi á fimmtudagskvöldinu 29. mars kl. 20 í Bíósal Duus-húsa. Þar verður fjallað um DKG systur okkar,  skáldkonuna Vilborgu Dagbjartsdóttur.  Og á Safnahelgi á Suðurnesjum um næstu helgi verða Þeta-systur okkar Sigrún Ásta Jónsdóttir og Brynja Aðalbergsdóttir með fyrirlestra um varðveislu minja er tengjast herstöðinni og áhrif hennar á daglegt í Keflavík kl. 15 á sunnudeginum í Duushúsum.
Lesa meira

Fundargerð 4. fundar frá 27. febrúar 2012 komin á vefinn

Fundargerð síðasta fundar er nú komin á vefinn sjá http://dkg.muna.is/theta/page/theta-27._februar_2012. Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 27. mars n.k. og þá verður fjallað um tónlistarlæsi. Ritari mun minna á fundinn þegar nær dregur og tilkynna hvar hann veður haldinn.
Lesa meira

Fundargerð og myndir

Fundargerð bókafundarins sem haldinn var 3. janúar s.l. er komin á sinn stað á vefnum okkar, einnig myndir frá jólafundinum sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu með Alfa- og Eta deildum.
Lesa meira

Fundargerð síðasta fundar komin á vefinn

Fundargerð síðasta fundar deildarinnar þann 3. desember s.l. er kominn á sinn stað á vefinn okkar.
Lesa meira

Bókafundur Þetadeildar

Hinn sívinsæli bókafundur Þetadeildar verður haldinn fimmtudaginn 26. janúar kl. 20 heima hjá formanni deildarinnar. Það verður spennandi að fá að fylgjast með hvað félagar hafa verið að lesa af jólabókunum og hvað hefur vakið mesta ánægju og athygli.  
Lesa meira

DKG systur koma víða við!

Oddný G. Harðardóttir er fyrsta konan til að gegna embætti fjármálaráðherra. Hún er einnig fyrsta konan til að vera formaður fjárlaganefndar Alþingis. Oddný er félagi í Þeta-deild DKG á Suðurnesjum. Þær koma víða við, DKG systur, og stoltar félagskonur í Þetadeild senda Oddnýju árnaðaróskir með embættið og óska henni alls hins besta í framtíðinni. Nánar um menntun og fyrri störf Oddnýjar má sjá á vef Alþingis http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=719
Lesa meira

Vetrarstarfið hefst 26. október

Þema vetrarins er lestur/læsi og verður fyrsti fundur vetrarins á Bókasafni Reykjanesbæjar miðvikudaignn 26. október og hefst kl. 20. Minnum félagskonur á að greiða félagsgjöldin fyrir 15. október n.k.
Lesa meira

Fundargerð síðasta fundar er komin á vefinn

Nú er fundargerð síðasta fundar komin á vefinn okkar, sjá fundargerðir á vinstri spássíu. Næst á dagskrá hjá okkur er vorþingið sem hefst 6. maí og hvetur stjórn alla félaga til að taka þátt í því.
Lesa meira