Fréttir

Erindi og ávarp frá síðasta fundi komið á vefinn okkar

Erindi Herthu W. Jónsdóttur úr Gammadeild og ávarp Steingrims Arasonar sem Gyða flutti m.a. sem orð til umhugsunar á síðasta fundi eru nú komin á vefinn okkar og fylgja fundargerðinni.
Lesa meira

Bókafundur 12. janúar kl. 20

Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2010 kl. 20 að Faxabraut 62, heimili Valgerðar Guðmundsdóttur, formannsins okkar. Þetta verður hefðbundinn bókafundur þar sem félagar segja frá áhugaverðum bókum sem þeir hafa lesið.
Lesa meira

Nýbreytni á vef Þeta-deildar

Við bryddum nú upp á þeirri nýbreytni að segja tíðindi úr starfi og námi Þetsystra á vefnum okkar. Ef þetta mælist vel fyrir þá höldum við þessu áfram og hvetjum systur að senda fréttir úr starfi sínu eða námi svo aðrir geti notið og fylgst enn betur með. Inga María Ingvarsdóttir ríður á vaðið. Hún lauk M. Ed gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands árið 2009.  Ritgerð hennar nefnist: Hvernig gerast hlutirnir á akrinum: Leikskólakennarar ígrunda og rýna í eigið starf.  Útdrátt úr rigerð Ingu Maríu má lesa undir liðnum Frá systrum í efnisyfirlitinu á vinstri spássíu.
Lesa meira

Breyting á dagskrá vetrarins

Breyting hefur verið gerð á dagskrá vetrarins og fundurinn sem átti að vera þann 21. nóvember n.k. hefur verið færður til um viku og verður haldinn laugardaginn 28. nóvember kl 11-13 heima hjá gjaldkera. Meðal fundarefnis er inntaka nýrra félaga.
Lesa meira

Tjarnarsel fær umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar

Þann 17. september síðastliðinn veitti Umhverfis- og   skipulagssvið Reykjanesbæjar  Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar en þau hljóta fyrirtæki, einstaklingar eða félagasamtök sem huga sérstaklega vel að umhverfi sínu. Að þessu sinni voru  veitt fern verðlaun og var leikskólinn Tjarnarsel meðal vinningshafa og hlaut verðlaunin fyrir árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu.
Lesa meira

Fyrsti fundur starfsársins 2009-2010

Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn mánudaginn 26. október í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum kl. 19. Eftir loknum hefðbundnum fundarstörfum mun Sveindís sýna okkur nýtt húsnæði miðstöðvarinnar og svo býður deildin félagskonur á fyrirlestur Matta Ósvaldar Stefánssonar um hugarfar og heilsu.
Lesa meira

Þetasystir á Alþingi

Ein af Þetasystrum, Oddný Harðardóttir, var kjörin á Alþingi í síðustu kosningum. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir með þingmannsembættið, erum hreyknar af henni og vitum að hún fer þarna inn með það í huga að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Oddný á sæti bæði í fjárlaga- og menntamálanefnd Alþingis.
Lesa meira

Sóley Halla fyrsti varaforseti landssambandsstjórnar DKG

Á aðalfundi landssambands DKG á Hallormsstað þann 17. maí s.l. var Sóley Halla Þórhallsdóttir úr Þetadeild kosin fyrsti varaforseti. Sóley Halla er fysti félagi Þetadeildar til að vera kosin í stjórn landssambandsins. Stjórn deildarinnar óskar Sóleyju Höllu til hamingju með nýja embættið og allra heilla í starfi.
Lesa meira

Landssambandsþing DKG á Hallormsstað

Fjórar Þetasystur keyrðu austur á Hallormsstað um síðustu helgi til að sitja landssambandþing DKG, þær Guðríður Helgadóttir, Guðbjörg M. Sveinsdóttir, Hulda Björk Þorkelsdóttir og Inga María Ingvarsdóttir. Þingið tokst í alla staði vel og má lesa ferðasöguna hér á vefnum, fleiri myndir verða settar inn á næstu dögum.
Lesa meira

Skemmtileg leikhúsferð

Þeta-systur brugðu undir sig betri fætinum s.l. fimmtudag og skelltu sér saman í leikhús. Fyrir valinu varð leikritið Þrettándagleðin eftir William Shakespeare sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Leikendur eru bæði úr hópi reyndra leikara hússins og útskriftarhóps  Leiklistarskólans. Skemmst er frá því að segja að sýningin var bráðskemmtileg, leikmynd og búningar einfalt og snjall, margir efnilegir leikarar úr hópi nemanna og þeir reyndu stóðu allir vel fyrir sínu. Fyrir sýningu fór hópurinn saman út að borða á Hótel 101 og getur sannarlega mælt með þeim veitingarstað.
Lesa meira