Fréttir

Enn finnst tími til að lesa

Hinn árlegi bókafundur Þeta-systra var haldinn í gærkvöldi. Sem betur fer sláum við ekki slöku við lesturinn frekar en fyrri daginn og kynntar voru 22 bækur á fundinum. Fundurinn var haldinn á heimili gjaldkera deildarinnar, Guðbjargar Sveinsdóttur og bauð hún til glæsilegs kaffiborðs í lok fundar. Bókafundir eru í miklu uppáhaldi hjá Þeta-systrum og vill engin okkar breyta út af þeirri venju að koma saman og deilda góðum bókum með öðrum systrum.
Lesa meira

Glæsilegur afmælisfundur

Miðvikudaginn 26. nóvember s.l. voru liðin 10 ára frá stofnun Þetadeildar Delta Kappa Gamma á Suðurnesjum. Þessara tímamóta var minnst með glæsilegum afmælisfundi sem haldinn var heima hjá formanninum okkar, Valgerði Guðmundsdóttur. Stjórn deildarinnar sá um að útbúa veisluborð með heitum og köldum réttum og voru félagar á einu máli að vel hafi til tekist. Þema fundarins var tónlist og í tilefni af því kom ungur nemandi úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar til okkar og lék á píanó. Guðný Helgadóttir og Ingibjörg Einarsdóttir úr stjórn landssambandsins voru gestir fundarins. Nánar má lesa um fundinn í fundargerð afmælisfundarins.
Lesa meira

Ný stjórn Þetadeildar

Ný stjórn Þetadeildar var kosin á vorfundi deildarinnar í maí s.l.
Lesa meira