Fréttir

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð febrúarfundarins er kominn á vefinn  sjá http://dkg.muna.is/theta/page/theta_25._februar_2013
Lesa meira

Brúum bilið á Þorra

Tveir leikskólar og einn grunnskóli í Innri-Njarðvík vinna árlega þemaverkefni um Þorrann. Börn á aldrinum fimm til sjö ára taka þátt í verkefninu um hundrað nemendur ár hvert. Nemendum er skipt í sex hópa sem fara á milli skóla og vinna saman ólík verkefni, en öll tengjast verkefnin annað hvort Þorranum eða gamla tímanum á einhvern hátt. Dæmi um verkefni sem nemendur hafa unnið eru: •        þæfing utan um steina,  •        dansað og sungið um Ólaf Liljurós,  •        þjóðsögur lesnar og sett upp leikrit,  •        gömlu mánaðarheitin eru kynnt,  •        Þorramatsbingó er spilað,  •        rúgbrauðs-, sviðasultu og smjörgerð,  •        unnið er í listasmiðju með kol og þjóðsögur,  •        leikið með gömul gull, (bein, horn),  •        Stekkjarkot er heimsótt (gamall endurbyggður burstabær í Reykjanesbæ), •        farið í leiki í Narfakotsseylu sem er útikennslusvæði skólanna þriggja.  Í lok vikunnar á föstudegi hittast svo allir í leikskólanum Akri til að dansa, syngja og gæða sér á þeim mat sem nemendur hafa búið til, sviðasultu og rúgbrauð með smjöri.  Þessi þemavika er afar skemmtileg og góður undirbúningur og aðlögun fyrir leikskólabörnin að hinu nýja umhverfi sem grunnskólinn er.  Börnin fara á milli skóla og kynnast því að vinna á mismunandi stöðum með mismunandi fólki, ekki endilega kennurum síns skóla.  Ávinningur barnanna er mikill og einnig kennaranna sem kynnast vel vinnu á þessum tveimur skólastigum.  Kristín Helgadóttir leikskólastjóri og ritari í Þetadeild    
Lesa meira

Fundargerð jólafundarins komin á netið

Fundargerð síðasta fundar, jólafundarins, er kominn á netið. Minnum á bókafundinn 24. janúar 2013. Nánari upplýsingar senda út síðar.
Lesa meira

Jólafundur

Minnum á jólafundinn okkar sem haldinn verður þriðjudaginn 27. nóvember kl. 19 að Heiðarbóli 7. Brynja Aðalbergsdóttir segir frá mastersritgerð sinni „Viltu biðja jólasveininn um að gefa mér íslenskt nammi í skóinn?“, tónlist og veitingar í anda jólanna. Hvetjum alla félaga til að mæta og eiga saman góða stund.
Lesa meira

Til hamingju, Oddný!

Oddný G. Harðardóttir, Þetasystir, náði frábærum árangri í sínum verkefnum um helgina og við sendum henni árnaðaróskir.
Lesa meira

Vefsíðan formlega vottuð

Nú hefur vefurinn okkar fengið vottun frá aðalstöðvum DKG í Austin eins og sést á græna merkinu neðst á vinstri spássíunni. 
Lesa meira

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar er komin á vefinn sjá Fundargerðir > 2012-2012 >1. nóvember 2012 á vinstri spássíu.
Lesa meira

Þema starfsáranna 2012-2014

Á síðasta félagsfundi í Þetadeild var kosið um þema starfsáranna 2012-14.  Fyrir valinu varð 7. grein markmiða DKG: Að fræða félagskonur um það sem efst er á baugi í efnahagsmálum, félagsmálum, stjórnmálum og menntamálum og stuðla með því að vaxandi skilningi og virkri þátttöku þeirra í samfélagi þjóðanna. Næsti fundur verður fimmtudaginn 1. nóvember í Duus-húsum. Fundurinn hefst kl. 17:45 og verður sameiginlegur fundur Alfa- og Þetadeilda. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira

Vetrarstarfið að hefjast

1. fundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 3. október n.k. Von er á góðum gestum, þeim Sigríði Rögnu Sigurðardóttur, forseta landssambandsins og Sigrúnu Klöru Hannesdóttur. Inga María og Guðbjörg S. segja okkur frá alþjóðaþinginu í New York í sumar. Félagskonum gefst einning kostur á að velja þema næstu tveggja ára. 2. fundur verður haldinn fimmtudaginn 1. nóvember. Þá koma systur úr Alfa-deildinni í heimsókn. 3. fundur verður haldinn þriðjudaginn 27. nóvember og er jólafundur. Brynja Aðalbergsdóttir mun kynna meistaraverkefni sitt: "Viltu biðja jólasveininn um að gefa mér íslenskt nammi í skóinn?" 4. fundur verður haldinn fimmtudaginn 24. janúar og er árlegur bókafundur. 5. fundur verður haldinn mánudaginn 25. febrúar. Dagskrá óráðin. 6. fundur verður haldinn með vorinu og nánari upplýsingar koma síðar. Minnum félagskonur á að greiða árgjaldið fyrir 15. október n.k. inn á reikning deildarinnar nr. 0142-05-000586. kt. 490312-0640.
Lesa meira

Fundargerð síðasta fundar starfsársins loksins komin á vefinn

sjá http://dkg.muna.is/theta/page/theta_26_april_2013
Lesa meira