16. apríl 2007

Kappadeildarfundur 16. apríl 2007. Haldinn í Hafnarfirði, leikskólanum Norðurbergi.

Gestgjafi Anna Sigurborg Harðardóttir.
Ritari Sólborg Alda Pétursdóttir

Mæting: 25 mættar af 28.
Fundur hófst kl. 20:00

1. Marsibil Ólafsdóttir formaður setti fund og kynnti dagskrá fundarins.

2. Orð til umhugsunar

Erla Guðjónsdóttir flutti og lagði meðal annars út frá starfi Rannveigar Löve kennara.

3. Inntaka nýrra félaga

Þær konur sem ekki höfðu komist á inntökufundinn síðast voru teknar inn í samtökin við hátíðlega athöfn.

4. Fyrirlestur

Starf leikskólans í Norðurbergi kynnt.  Anna Sigurborg Harðardóttir leikskólastjóri sagði frá.
Anna kynnti starfið og þær áherslur sem skólinn leggur á lífsgildi og að næra hjartað. Að næra hjartað er sótt í smiðju Howard Glasser. Í megin atriðum er verið að taka eftir og hrósa barninu fyrir viðurkennda og jákvæða hegðun. Dyggðir í lífinu eru lagðar til grundvallar, s.s. traust, umhyggja, ábyrgð, að vera hjálplegur, heiðarlegur og svo framvegis .  Á leikskólanum eru skýrar umgengnisreglur sem ber að virða og er börnunum kenndar þessar reglur í gegnum rétta hegðun. Börnunum er hrósað þegar þeim tekst að virða reglurnar. 

Þá kynnti Anna PMT eða Parent Management Training sem er foreldrafræðsla er Skólskrifstofa Hafnarfjarðar stendur fyrir.

Skólinn leggur mikið upp úr umhverfinu, bæði er umhverfið notað í kennslu og umhverfisvernd í hávegum höfð.  Skólin skartar Grænfánanum og er það tákn þess að hann sé umhverfisvænn leikskóli.

5. Í lok fundar voru umræður um starfið bæði í leikskólanum og eins starfið sem framundan er í deildinni. 

6. Fundi slitið kl. 22:00


Síðast uppfært 14. maí 2017