Fundargerð 10. desember 2020
Jólafundur.
Boðað var til þriðja fundar vetrarins á vefnum með Zoom, fundarkonur greinilega orðnar vanar að taka þátt í veffundum. Umsjón með fundinum höfðu: Sigríður Johnsen, Anna Kristín Sigurðardóttir, Sólborg Alda Pétursdóttir, Anna G. Hugadóttir og Áslaug Ármannsdóttir. Hulda Anna formaður bauð fundarkonur velkomnar. Hulda formaður kveikti á kertum trúmennsku, hjálpsemi og vináttu og setti fund.
Nafnakall var tekið, 22 konur mættar.
Þá var lesin fundargerð frá síðasta fundi og hún samþykkt án athugasemda.
Anna Hugadóttir flutti jólaminningar frá Akureyri þar sem hún bjó með foreldrum sínum og tveimur yngri bræðrum, 5 – 11 árum yngri. Fjölskyldan var ekki efnamikil en foreldrar lögðu mikið a sig til þess að gera hátíðina sem best úr garði. Móðir Önnu var heimavinnandi, pabbi hennar á sjó en var líka með smá búskap fyrir utan bæinn.
Í þá daga voru ekki ljós á heimahúsum. KEA setti upp stjóra bjöllu – og lest í glugga sem fór hring eftir hring þar var hægt að hanga lengi og láta sig dreyma. Kirkjutröppurnar voru upplýstar og gaman að ganga þær á leið í skólann. Í skólanum gerðu allir jólakort sem vori sett í kassa í bekknum og svo mátti aukalega gera kort handa vinum í öðrum bekkjum. Síðasta skóladag voru litlu jólin haldin hátíðleg, póstkassarnir opnaði allir fengu kortin sín.
Jólasveinninn birtist með vinning úr spurningakeppni umferðaskólans.
Mikill undirbúningur heima og listrænir hæfileikar foreldranna sýndu sig við laufabrauðsskurðinn. Smákökur bakaðar, konfekt gert úr kartöflumarsípani og marsmelló hjúpað súkkulaði og karamellur – stundum mjúkar og stundum glerharðar. Jólailmurinn barst um húsið þegar eplakassinn var kominn í hús. Svo var keyptur ½ kassi af malti og Valash appelsíni þeirra norðanmanna. Jólaskraut heimatilbúið, heimasmíðað jólatré – skreytt á Þorlák í stofunni og börnin fengu ekki að sjá það fyrr en á aðfangadagskvöld. Ein jól voru undantekning. Anna var veik og tréð var skreytt við rúmið hennar. Mesti spenningurinn tengdist því hvort ljósin kviknuðu þegar serían var sett í samband. Ein jólin kviknaði ekki á Reykjalundarseríu, önnur keypt en svo var gert við hana og þá voru tvær til.
Máltíðir voru hefðbundnar, rjúpur á aðfangadag, Jólin hófust á því að stofan var opnuð og svo var sest að borðum. Pabbi var lengi að borða – við að bíða, og hann fékk sér aftur á diskinn. En loksins vara komið að gjöfunum. Ein jólin fékk pabbi óvænta gjöf – hann opnaði afar varlega til að skemma ekki pappírinn – hægt væri að nota hann aftur næst. En tveir pakkar höfðu víxlast í báðum voru inniskór. Ein jólin var stór pakki upp á skáp sem vakti athygli, mamma sagði að hann væri fyrir pabba. Anna hélt kannski að í honum væri ryksuga. EN svo kom í ljós að stóri pakkinn var til hennar, hann innihélt brúðu sem gat lokað augunum og hafði verið keypt í Englandi. Auk þess var fullt af fötum á brúðuna sem mamma hafði saumað.
Á jóladag hittist stórfjölskyldan hjá afa, þar var gengið í kring um jólatréð og sungið. Á milli jóla og nýárs gátum við leikið okkur og lesið. Á áramótunum voru send upp neyðarblys frá skipunum við höfninni en jólum lauk á þrettándann við brennu – þar var sungið og álfadrottning og álfakóngur leiddu sönginn. Þegar heim kom heitt kakó og jólin brennd, út því mamma hafði safnaði öllum kertum sem höfðu verið notuð um hátíðarnar voru brennd út.
Anna innsiglaði stemninguna með lagi eftir son sinn Huga Guðmundsson Jólasöng sem Hamrahlíðarkórinn flutti undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur sem var jólalag RUV 2006.
Anna Kristín
Fer óhefðbundnar leið, var nýverið á námskeiðinu Til fundar við fornmæður og flutti sögu sem hún setti saman á námskeiðinu.
Hverfum austur í Ölfus, sjáum fyrir okkur roskin hjón, hún skrefinu á undan, hnarreist og hann á eftir. Hún er Steinunn Magnúsdóttir sístarfandi, stolt og hnarreist var fengin til að sauma spariklæðnað og bera fram á samkomum í svörtum kjól með hvíta svuntu með blúndum.
Steinunn fæddist haustið 1902 á Fossi í Staðarsveit þar sem bláfátækir foreldrar misstu ungan son, voru í húsmennsku. Vorið eftir fara þau á flakk og enda við Kross í sömu sveit. Aftur er haldið af stað, Magnús, Þórdís, Steinunn og Kristján bróðir fara fótgangandi, reyturnar setta á klakk og ferðinni er haldið suður á Mýrar. Farið var eftir Löngufjörum en svo upp í hraun til að komast yfir ár, langt inn í land til þess að komast fyrir mýrarnar og finna vöð á ánum eins og Hítará og Langá. Ferðin tók marga daga og þau þurftu oft að beiðast gistingar.
Þau enduðu við Ánabrekku í Laufási sem var hjáleiga og þar setur litla fjölskyldan sig niður. Magnús flækist um til að finna vinnu og hann deyr 1913 í RVK, rétt eftir fæðingu yngsta barnsins. Á þeim tímum gat ekkjan ekki tekið sig upp til að fylgja manni sínum til grafar. En hún gat ekki verið áfram á hjáleigunni. Fjölskyldan leystist upp. Amma fór í vinnumennsku var stolt yfir því að það var án þess að hjónin sæktu framfærslu frá sveit. Fátækt var og enginn skóli í sveitinni en fékk að fara að Borg til þess að fermast. Presturinn gaf ekki öllum umsögn eins og honum bar en skrifaði þvert yfir öll nöfnin: Börnin eru öll siðsöm.
Að fara í vinnumennsku á betri heimilum var draumur hverra sveitastúlku. Steinunn komst að í góðu húsi á Akranesi, lærði handavinnu, að standa að veislum og uppvarta. Þetta var hennar gæfa í lífinu fer seinna til Borgarness til að vera með mömmu sinni og bróður þar kynntist hún Sólmundi Svavarssyni hann var frá Hvítársíðu. Þau hófu búskap, bæði hraust og útsjónasöm – voru pólitísk, umhverfissinnar ferðuðust um landið. Amma sinnti heimilinu og afi vann útiverkin en það fór ekki á milli mála hver réði. Amma settist ekki til borðs þegar gesti bar að garði. Hún stóð með undirskál við eldavélina, vaskaði upp og tók diskana af borðunum um leið og gestirnir voru mettir og var búin að ganga frá öllu áður en staðið var upp frá borðum. Eftir að afi varð sextugur fluttu þau austur í Ölfus og stofnuðu nýbýli, var henni alls ekki að skapi. Þau stofnuðu sitt bú og gekk vel.
Ein saga af ömmu var þegar systir Önnu vildi taka meira próf, féll og bar sig upp heima hjá ömmu og afa. Amma hnussar hnykkir höfðinu og tók hana afsíðis og gaf henni peninga svo hún gæti endurtekið prófið með þeim orðum að hún mætti ekki segja afa frá þessu og ekki láta þessa karla kúska sig. Afinn skyldi eftir sig mikil skrif en hvergi var minnst á hana.
Góður rómur var gerður af frásögninni. Fleiri konur lýstu yfir áhuga á að fara á námskeiðið Til fundar við formæður hjá Sigurborgu Kr. Hannesdóttur og Sigurbjörgu Karlsdóttur. Hulda ætlar að segja okkur frá bók sem hún er að lesa á næsta bókafundi, hún hefur áhuga á þessu málefni.
Engin önnur mál; næsti fundur er bókafundur 18. jan. þá verður fjallað um tilnefningu til stjórnar.
Valgerður stingur upp á að fara hringinn og heyra hvernig konum liður.
Hulda færir konum rósir – frummælendum og þeim sem skipulögðu fundinn. Hún slekkur á kertum Vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og slítur fundi.
Flestar fundarkonur sögðu frá kringumstæðum og áformum um jólahald og fundi lauk kl. 20:00.
Síðast uppfært 23. apr 2021