Fundargerð 11. nóvember 2021
2. fundur 11. nóvember 2021
Umsjón: Guðný Gerður Gunnarsdóttir,
Linda Hrönn Helgadóttir, Marsibil Ólafsdóttir,Valgerður Magnúsdóttir.
Staðsetning: Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7 og Njálsgata 19.
Fundurinn hófst með því að konur voru boðnar velkomnar í Listasafn Íslands af Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra. Hún greindi frá starfseminni. Safnið er 120 ára og hún sagði frá fjörutíu ára sögu fræðslu í safninu. Hún sagði hvað það væri mikilvægt að hlusta á hugmyndir starfsfólksins og taka undir góðar hugmyndir og leyfa því að taka á við áskoranir sem fylgja því að skapa nýtt og hrinda nýjum verkefnum í verk.
Hún kynnti Ragnheiði Vignisdóttur verkefnastjóra viðburða og fræðslu í safninu. Ragnheiður sagði frá vinnu þeirra við skemmtilega möguleika í safnafræðslu með mismunandi efnisnálgun fyrir nemendur af öllum skólastigum, skólunum að kostnaðarlausu. Þau taka á móti hópum sem fá kynningu 1 klst um verk á sýningum hverju sinni. Þá greindi hún frá því hvernig krakkaklúbburinn Krummi varð til og hvernig hann starfar með viðburðum og vinnustofum tengdum sýningum. Annar klúbbur er fyrir eldriborgara sem Brauð og co styrkir – gefa bakkelsi einn miðvikudag í mánuði.
Síðan kynnti hún stórt fræðsluverkefni sem hefur verið í undirbúningi í þrjú ár. Það ber nafnið Sjónarafl sem snýst um myndlæsi fyrir grunnskólanema, þjálfun í að horfa og ræða um það sem þau sjá – og um leið kynna þau fyrir íslenskri myndlist.
Að lokum veitti hún okkur leiðsögn um sýninguna Halló geimur sem er sýning á verkum völdum úr safneign sérstaklega ætluð börnum. Kynnti okkur fyrir verkum Finns Jónssonar allt frá 1925 þegar hann málaði mynd – abstrakt áratugum áður en nokkuð í líkingu hafði sést hér á landi. Og hún kynnti til verks Hildigunnar Birgisdóttur um stjörnuþoku og marblett sem var gert á síðasta áratug. Með hjálp Tuma, aðalpersónu bókarinnar Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði Búadóttur myndlistarmann, geta yngstu gestir safnsins skoðað sýninguna á aðgengilegan hátt, sett upp gleraugu vísindamannsins og numið nýjan fróðleik! https://www.listasafn.is/syningar/hallo-geimur
Heimsókninni i listasafnið lauk með heimsókn í sýningu á vídeóverkum Steinunnar Vasúlku – í fimm gluggum sýningarsals á vesturhlið annarrar hæðar safnsins.
Þar næst var haldið heim til Valgerðar Magnúsdóttur á Njálsgötu – 700 metra frá safninu.
Þar kveikti Hulda Anna fundinn á kertum trúmennsku, hjálpsemi og vináttu og setti fund. Nafnakall var tekið, 11 konur mættar. Hulda fór yfir það sem eftir var af dagskrá fundarins.
• Fréttir frá félaga- og útbreiðslunefnd.
• Léttur kvöldverður framreiddur í boði stjórnar.
• Orð til umhugsunar flutt af Guðnýju Gerði
• Önnur mál
Sigrún Kristín las fundargerð síðasta fundar. Við hana var gerð athugasemd um nafn á fyrirlesara á fræðslufundi hann var sagður vera Sara Daniu – en fundurinn fjallaði um hana, störf hennar fyrir Nóbelsnefndina og kjólasafnið. Það var hins vegar Jeanette Ranger Jacobsson sem flutti erindið. Formaður skráði hjá sér athugasemdir og kemur þeim á framfæri við ritara fundargerðarinnar.
Sólborg Alda Pétursdóttir flutti fréttir frá Félaga- og útbreiðslunefnd. Nefndin hefur þegar kannað jarðveginn fyrir stofnun deildar í Höfn í Hornafirði og komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki grundvöllur að svo stöddu fyrir stofnun deildar á þessu landssvæði. Samkvæmt framkvæmdaáætlun samtakanna var markmið um að hvetja deildir til að bjóða nýjum konum inngöngu þannig að tala virkra félaga í hverri deild haldist milli 20 – 30. Hin nýskipaða félaga- og útbreiðslunefnd setti sér markmið um að hver deild fjölgi um a.m.k. tvo félaga og hefur sent formönnum deilda erindi þess efnis. Kappadeild stendur vel varðandi fjölda, 26 konur í deildinni en við mættu yngja aðeins upp – meðalaldur er 64 ár.
Guðný Gerður flytur orð til umhugsunar: Hún er formaður Íslandsdeildar ICOMOS (sem stendur fyrir International Council of Monuments and Sites). Samtökin eru að undirbúa þing um loftlagsmálin því þau hafa einnig áhrif á menningarverðmæti. Mikilvægar minjar – menningar-verðmæti standa mörg við strendurnar á Íslandi sem eru í hættu ef yfirborð sjávar hækkar
Óáþreifanlegur menningararfur – þekking og hæfni samfélaga til að bregðast við ýmiskonar vá eins og t.d. loftslagsbreytinga. I skýrslu umhverfisráðuneytis vantar alveg umfjöllun um menningarmálin – markmið þessara samtaka er að ýta undir umfjöllun um þennan þátt. Byggingariðnaðurinn; verið er að rífa hús og menningarsetur og farga miklu magni af steinsteypu og öðrum mengandi efnum. Samtökin eru líka að fast við endurnotkun – re-use. Eitt af því sem við getum lagt til er gömlu torfhúsin, hér á landi var mikil reynsla á að nýta jörðina, í viðhaldi torfhúsanna var höfuðmarkmiðið að nýta aftur efnið sem var fyrir hendi. Nýta aftur og aftur. Þetta er meðal þess sem samtökin hafa fram að færa. Við verðum að finna leið til þess að halda þetta út -seiglast í gegnum þetta. Þótt við séum lítil og fá – ein kona sem ekur undir 10.000 km á ári og sorterar. Jú, enginn getur allt en allir geta lagt eitthvað af mörkum.
Ingibjörg Guðmundsdóttir Kynnir hugmyndir að jólafundi sem verður 9. desember í Guðríðarkirkju. Með henni í undirbúningsnefnd eru Anna Hugadóttir, Ragnheiður Axelsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. Þær senda út leiðbeiningar um gjafir.
Formaður slekkur á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og slítur fundi.
Síðast uppfært 13. des 2021