30. apríl 2015
Sjötti fundur Kappadeildar starfsárið 2014 - 2015, 20. apríl 2015.
Fundurinn var haldinn í Tollhúsinu, húsnæði Tollstjóra sem er vinnustaður Gunnlaugar Hartmannsóttur formanns og hófst kl. 18.00
Formaður setti fund og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi, jafnframt bauð hún konur velkomnar í sinn vinnustað og kynnti dagskrá fundarins.
Formaður annaðist nafnakall og voru 13 konur mættar.
Gunnlaug formaður kynnti starf fræðslustjóra hjá Tollstjóra, m.a. um stefnumótunarvinnu fram til 2020 og hlutverk embættisins. Nú er landið eitt tollumdæmi (frá 2009) en fyrir 2007 voru þau 27. Hún útskýrði sérstaklega Mannauðssvið þar sem hún vinnur að starfsþróunarmálum. Er ein í starfsþróunarmálum og saknar þess að hafa sama verksvið auk þess sem ekki er eining um þau hugtök sem notuð eru um þetta svið. Fræðslustefna felur m.a. í sér nýliðafræðslu, starfsþróun, starfsmannasamtal og starfsþróunaráætlun. Nú um stundir er hún í því að setja upp áætlun næsta árs. Konur voru áhugasamar og spurðu margs m.a. um tollskóla ríkisins. Gunnlaug fór m.a. yfir kröfur um líkamlegt ástand og hæfni tollvarða. Konur sammæltust um að það hafi verið lán fyrir Tollstjóra hafa fengið hana til starfa og klöppuðu henni lof í lófa.
Fundurinn fluttist á veitingastaðinn Caruso.
Ritari las fundargerð fjórða fundar sem haldinn var þann 28. janúar.
Formaður sagði líka frá fundi þegar Kappadeildin var boðin á fund Delta deildar á Vesturland þar sem skoðaður var Grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og borðað á Laxabakka þar sem Kappakonurnar fimm tóku þátt í fundi deildarinnar þar sem voru ýmsar nýjungar s.s. happadrætti og söngur. Endurgjalda þarf heimsóknina á næsta starfsári.
Formaður hvatti Kappakonur til að skrá sig á Landsambandsþing Delta, Kappa, Gamma.
Linda Hrönn flutti orð til umhugsunar og talaði um. Umræðuefið kom seint til hennar, talar um bakland, mikilvægi þess að eiga gott bakland. Maður gerir sér betur grein fyrir því eftir því sem maður eldist. Ekki allir sem eiga því láni að fagna að eiga gott bakland og maður kann ekki alltaf að meta það. Fór yfir helstu aðila sem eru í hennar baklandi sem tilheyra fjölskyldunni og tengdafjölskyldunni, vinkonum og samstarfsfélögum. Varð ljóst þegar elsti sonurinn fremdist. Baklandið lifir lengur en fólkið. Skiptir máli að maður sé sjálfur gott bakland og tekur sér margt gott fólk til fyrirmyndar. Skiptir miklu máli, stefnir að því sjálf að verða kanóna í lífi sinna.
Formaður minnti á inntöku nýrra félaga sem verður rætt á vorfundi. Hún sleit fundi kl. 8.45
Síðast uppfært 01. jan 1970