Fundargerð 24. febrúar 2021


Boðaði var til fimmta fundar vetrarins á vefnum með Teams. Umsjón með fundinum höfðu: Júlíanna S. Hilmisdóttur, Gunnhildur Óskarsdóttur, Marsibil Ólafsdóttur og Dagný Hulda Broddadóttir.


Hulda Anna formaður bauð fundarkonur velkomnar. Hulda formaður kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og setti fund.
Boðað var til fundarins með eftirfarandi dagskrá:
1. Fundur settur, nafnakall, fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar.
2. Elva Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar fjallar um „Falsmiðla og fjölmiðlalæsi“ og svarar fyrirspurnum.
3. Orð til umhugsunar: Júlíana S. Hilmisdóttir.
4. Önnur mál.

Ákveðið var að hliðra til dagskránni og byrja á erindi Elvu Ýrar um Falsmiðla og fjölmiðlalæsi.
Í því fjallaði hún meðal annnars um áskoranir 21. aldar varðandi fjölmiðlun, hvernig ætlum við að haga lífi okkar m.t.t. samfélagsmiðla? Hún fjallaði um miðlalæsi, hvað það er og mikilvægi þess. Við notum ólíka miðla allt að 10-12 klst. á dag en þeir eru skoðanamyndandi, þeira setja mál á dagskrá og eru ein helsta upplýsingaveita almennings. Notkun á miðlum er mismunandi eftir aldurshópum en þar er verið að markaðssetja með allt öðrum hætti en áður. En viðskiptamódel samskiptamiðla snýst um söfnun persónuupplýsinga sem við gerum okkur ekki alltaf gein fyrir að við erum að gefa upp um okkur m.a. í gegnum ýmsa leiki og persónuleikapróf á netinu. Nefndi hún m.a. Pokemon-go leikinn sem Google notaði við þróun sína á street view. Þá fjallaði hún um falsfréttir á netinu út frá því hvaða upplýsingum er hægt að treysta á netinu. Við erum móttækilegri fyrir því sem höfðar til okkar með sjónrænum hætti og höfðar til okkar tilfinningalega. Við þurfum að virkilega vera vakandi fyrir þróun gervigreindar í talsetningu og textagerð og notkun þeirra á samfélagsmiðlum. Einnig eru miklar tækniframfarir í „Deep fake“ þar sem verið er að breyta mynd- og hljóðefni í rauntíma. Því er mikilvægt að skoða virkilega stafrænt læsi og miðlalæsi. Við verðum við að efla einstaklinga til að þeir átti sig á hvað er virkilega í gangi í þessari tækni. Við þurfum öll að vera gagnrýnni og hafa þekkingu til að nýta tæknina sjálf til að miðla, þar sem símenntun mun gegna lykilhlutverki. Í kjölfar erindis Elvu sköpuðust miklar og áhugaverðar umræður meðal Kappasystra á fundinum.

Hulda Anna færði Elvu Ýr rafræna rós með þakklæti fyrir erindið og svör við fyrirspurnum kappasystra.

Þá fór fram nafnakall og 18 konur voru mættar.

Þá var lesin fundargerð frá síðasta fundi og hún samþykkt án athugasemda.

Júlíana flutti kappasystrum orð til umhugsunar þar sem hún lagði út frá orðinu REYNSLA. Allt sem við gerum færir okkur reynslu enda orðið eitt það magnþrungasta sem til er. Við lærum af reynslu bæði til góðs og þroska. Það er í raun ótæmandi listi yfir það hvaðan við öðlumst reynslu, ekki síst í gegnum þau störf sem við gegnum í lífinu. Ýmis reynsla er okkur til óþurftar eins og montreynslusögur og langar sögur sem skila engu aðra skila okkur miklu og vekja áhuga okkar. Rétt er að vanda sig þegar maður kemur reynslusögum á framfæri. Ýmsar umræður spunnust af erindi Júlíönnu sem var mjög áhugavert.
Undir liðnum önnur mál, kynnti Guðrún Edda að vorþing verður haldið í Reykjanesbæ fyrstu helgina í maí 8.-9. maí sem menntamálanefnd sér um. Hún hvatti einnig konur til að fylgjast vel með vef Delta Kappa Gamma.

Næsti fundur verður haldinn af Guðnýju Gerði, Guðrúnu Eddu og Sigríði Huldu.

Hulda færir konum rósir í gegnum skjá – frummælendum og þeim sem skipulögðu fundinn. Hún slekkur á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og slítur fundi.

 


Síðast uppfært 23. apr 2021