Fundargerð 17. apríl 2023

6. fundur Kappadeildar 17. apríl 2023
1. Hildur Elín kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og setti fund.

2. Hefðbundin fundarstörf: Nafnakall 19 konur mættar. Fundargerð lesin af Gunnlaugu Hartmannsdóttur, Ingibjörg Guðmundsdóttir gerði athugasemd við að Gunnhildur Óskarsdóttir hefði ekki sagt sig úr deildinni, heldur staði styrk fram á síðustu stundu, á sinn heillandi hátt og bað fundarkonur að minnast hennar með stuttri þögn.

3. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar fjallaði um áskoranir sem blasa við okkur í erindi sínu undir heitinu: Hvað getum við gert betur?
Kolbrún heldur utan um allt sem tengist jafnrétti og kynbundnum málum í leikskólum, grunnskólum og frístund á vegum borgarinnar. Hún hóf erindi sitt á „váviðvörun“: margt óþægilegt sem hún hefur fram að færa – fjallar um þetta vegna þess að við verðum að velta fyrir okkur – hvað getum við gert. Hún fjallaði um valdapíramídann sem ríkir í íslensku samfélagi. En við ættum að búa við jafnara samfélaga – allir ættu að eiga sama rétt og sömu tækifæri. Hún fjallaði m.a. um kynþáttafordóma, börn sem leggja á sig að læra ljót orð á erlendum tungumálum til þess að geta níðst á öðrum, mismun á umhverfi kynsegin eða trans – og hinsegin sem tala um hvað þeirra umhverfi hefur breyst á undaförnum áratugum. Greindi frá kynhyrningnum – kynvitund, kyntjáning, kyneinkenni, hverjum laðast er líkamlega eða tilfinningalega að og vísaði í lög um að allir hafi rétt á að velja sé kyn. Minnti á að regnbogafánar hafi verið skornir niður. Útskýrði öráreitni og minnihlutaálag og hvatti okkur sem erum ofar í píramídanum, en hugsum ekki alltaf út í þetta, á að við þurfum að vera dugleg -leggja okkur fram um að gera betur, nefndi dæmi um leikskóla með dúkkum með fjölbreyttan húðlit og starfsmenn í kjólum.
Staða kvenna í heiminum: 25% af þingfólki konur 7% forsetar, 8 % forsætisráðherrar 10% forstjórar. Ræddi þriðju vaktina. Konur eru auk þessara hlutverka líka eiginkonur, dætur, ömmur. Kostnaður skaðlegra karlmennskuhugmynda - karlar beita ofbeldi gegn sjálfum sér, öðrum körlum, konum og börnum.

4. Þá voru bornar fram veitingar

5. Hulda Anna fór með orð til umhugsunar. Sagði frá ferðalagi sínu umhverfis heiminn – en dvaldi lengst í Japan. – Ólík samfélög en eigum samt sumt sameiginlegt. Fiskinn, eldfjöll jarðskjálfta, laugar og böð. Henni fannst eins og hún hefði „Fólkað yfir sig“ – mannhafið og byggingar yfirþyrmandi – allt svo stórt, langt í náttúruna. Margt framandi í götulífinu eins og t.d. 500 börn öll eins klædd sem fara um breiðgötu. Japanir eru yfirmáta kurteisir, bugta sig og beygja og rekast ekki á hvor aðra. Nefndi dæmi um að í litlum verslunum vill afgreiðslufólkið fylgja viðskiptavininum til dyra og afhenda honum vöruna þar. Það kom Huldu á óvart hvað þeir töluðu litla ensku, nota túlka.
Hreinlæti er áberandi – skipulagðar gönguferðir til þess að skoða almenningssalerni, alltaf tandurhrein með sérstökum skóm. Skálarnar sjálfar eru með sérstökum vatnskerfum – sem dregur úr þörf fyrir pappír. Alls staðar blasir við mikil reglufesta – Japanir eru ósveigjanlegir þar ríkir mikill agi – miklar kröfur eru gerðar til nemenda sem veldur hárri tíðni sjálfsvíga – barnseignum hefur fækkað snarlega á síðustu árum.
Þeir eru vinnusamir – 84 ára safnvörður sem vinnur 4 tíma á dag. – Eins og á flugvellinum – her af fólki í vestum sem beindi fólki á réttan stað. Allir í vinnu allir leggja sitt af mörkum.
Hulda talaði einnig um miðstýringu í menntakerfinu hjá okkur – Nám er tækifæri þar sem fólki var beint í greinar eins og kennaranám, heilbrigðisgreinar – en skólameistararnir voru ekki hrifnir. Við höldum að allt sé opið og frjálst – reiknilíkanið – hvað er greitt fyrir ólíkar námsbrautir.

Hildur færði Huldu Önnu rós fyrir góð orð til umhugsunar. Guðrúnu Eddu fyrir að hýsa fundinn.

Hildur færði rósir sem hún skuldaði frá því á bókafundi: Valgerði og Ragnheiði.

Önnur mál: Guðrún Edda segir frá landsþinginu 13. og 14. maí (þær sem vilja vera með mæta auðvitað þann 12.) og hvetur konur til þess að koma á þingið. Margir áhugaverðir fyrirlesarar m.a. Guðfinna Bjarnadóttir segir frá nýju námsleiðinni, Magna vita sem og Signý Óskarsdóttir Menntaskóla Borgarfjarðar og Sossa ætlar sjálf að fjalla um umbreytingar og þróun samfélaga – hvað erum við að kenna, hvernig erum við að bregðast við ástandinu í heiminum.

Hildur Elín slökkti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og sleit fundi kl. 19:57

 


Síðast uppfært 12. jún 2023