29. nóvember 2016

Fundurinn var haldin á heimili Áslaugar Ármannsdóttur, kl.18:00, yndisleg jólastemming á hennar heimili. Formaður Guðrún Edda setti fund, bauð fundarkonur velkomnar og kveikti á kertum vináttu – trúmennsku og hjálpsemi. 
 
Gengið til dagskrár. Nafnakall – Ingibjörg Guðmundsdóttir, 20 félagskonur mættar. 
Júlíana fundarritari las fundargerð síðasta fundar  sem var samþykkt.
 
Orð til umhugsunar. 
Áslaug Ármannsdóttir gestgjafinn okkar talaði um jólin, undirbúning og umbúnað, hvað allt þetta væri skemmtilegt, ljós, kort og gjafir – ánægjuleg samtöl við ættingja og vini um leið og ákveðið væri hvað færi í pakkana. Áslaug harðneitar að umbúnaður fyrir jólin sé allt of mikill. Á eftir sagði hún nokkrar jólaminningar frá bernskuárum sínum. – Sögu úr bæjarferð með strætó – laufabrauðsgerð, gægjum í skáp og hvað hún sá þar, lýsti því svo hvernig henni leið þegar hún hélt að hin systkinin fengju heldur meira en hún, eldri systkin fá meir tilfinningin. Jólasveinarnir og þeirra tilvera /vitneskjan um hið sanna í málinu. Skreytingu jólatrésins þar sem nammi pokar voru mest spennandi. Kvöldferð í bæinn. Aðfangadagur þegar farið var með jólagjafir og þegar jólasveinninn kom með nammi. Þegar rafmagnið fór af – börnin lokuðust í ruslageymslunni, jólatré með logandi kertum ekki mátti snerta, mamma spilaði og söng Í Betlehem er barn oss fætt og Nú skal segja, þá tók pabbi í nefið, gjafir teknar upp falleg peysa sem átti forsögu og bókin Palli var einn í heiminum var þarna líka. – Skemmtileg frásögn hjá Áslaugu sem rifjaði örugglega margt upp fyrir okkur hinum og kom okkur öllum í jólastuð. Áfram jólaundirbúningur. 
 
Þá var komið að veitingunum sem voru í jólaanda - dýrindis hangikjöt og fullkomið meðlæti. Skemmtileg stund, mikið borðað, mikið spjallað og hlegið eins og okkur er lagið. Veitingarnar sáu þær Áslaug  og Gerður Guðný um að nálgast og bera fram.
 
Gestir kvöldsins voru parið Þorgerður Agla og Hallgrímur Helgason. Agla kynnti nýstofnað útgáfu fyrirtæki  sitt Angústúru og fjórar þýddar bækur sem gefnar voru út nú í haust. Matreiðslubókina Ómótstæðileg Ella (hreint jurtafæði), stutt kynning á henni og smakk á súkkulaðiköku sem var gerð úr einhverju allt öðru en súkkulaði og sykri. Barnabókin Bangsi litli í sumarsól eftir franska höfundinn Benjamín Chavd -fjallar um bangsafeðga. Svo kynnti hún tvær lita/teikni bækur – Litabókin hennar Rosie Flo og Tímaflakkarar. Sögur af ýsum toga sem bresk hjón gáfu út. 
Þá kynnti Hallgrímur með lestri og látbragði ljóðabókina sína Lukku, ljóð um hundinn hans.
Loks voru bækurnar til sölu, margar keyptu handa sér og sínum. 
Parinu þakkað með rósum og þau kvödd.
 
Hefðbundin dagskrá jólafundar hélt áfram og nú voru það jólagjafirnar sem allar höfðu komið með, dregið um númer og pakkar afhendir í kjölfarið. Gleð,i gleði jólagleði. 
 
Guðrún Edda minnti á bókafundinn sem verður 18. janúar, talaði aðeins um skipulag næstu mánuði og sleit fundi, slökkti á kerti vináttu, trúmennsku og hjálpsemi kl 21:00.
 
Fundarritari Júlíana Hilmisdóttir

Síðast uppfært 14. maí 2017