Funduargerð 20. apríl 2021

Boðað var til sjöunda fundar vetrarins. Umsjón með fundinum höfðu: Erla Gunnarsdóttir, Gunnlaug Hartmannsdóttir og Soffía Vagnsdóttir.

Staðsetning: TEAMS fundur á netinu þar sem við erum fleiri en nýjustu samkomutakmarkanir kveða á um.
Tímasetning: Kl. 18 – 19:30.

Boðað var til fundarins með eftirfarandi dagskrá:
1. Fundur settur, nafnakall, fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar.
2. Fyrirlestur um svefn: Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi fjallar um svefn, mikilvægi góðra svefnvenja og niðurstöður rannsókna á svefnvenjum ungmenna.
3. Orð til umhugsunar: Gunnlaug Hartmannsdóttir.
4. Kynning á áætlun framkvæmdarráðs um þróun samtakanna til næstu 10 ára.
5. Önnur mál.

Hulda Anna formaður bauð fundarkonur velkomnar og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og setti fund.
Fram fór nafnakall og voru 18 konur mættar. Síðan var lesin fundargerð frá síðasta fundi og hún samþykkt með einni athugasemd um nafn Gunnlaugar hafði verið ranglega skráð.

Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi er aðjúnkt við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, fjallaði um svefn með yfirskriftinni: Setur þú svefninn í forgang? Rúna er dóttir Erlu Gunnarsdóttur
Svefninn er nauðsynlegur og við verjum um þriðjungi ævinnar sofandi – getum ekki komist af án hans. En við vitum ekki mikið um svefninn, þekkjum aðeins yfirborðið. Við sofum vegna þess að við hvílumst, endurnýjum frumur losum eiturefni, flokka áreiti gera við og byggjum upp líkama og sál fyrir næsta dag.
Svefninn skiptist í 5 stig, vaka, REM, non rem 1-4 á stigi dottum við eftir það dýpkar svefninn í 3-4 tíma en þegar líður á nóttina lengist draumasvefn hjá flestum. Ef við ætlum að vera dugleg í ræktinni þurfum við að fara snemma í háttinn því annars missum við lengsta draumsvefn tímabilið. Dagsbirtan hefur mikil áhrif sem og útivera og hreyfing. Líkamsklukkan Circadin rythm stýrir hormónum hvernig þeir spýtast út í líkamann og blóðþrýstingurinn hækkar.
Mynd sem sýnir virkni líkamans – allan sólarhringinn, cortisol minnkar eftir því sem líður á daginn og svo kemur melatonin smám saman og er í hámarki um 10. Hjá unglingum brenglast þessi rytmi færist seinna. Sýnir yfirlit yfir æskilegan svefntíma eftir aldri samkvæmt National Sleep Foundation. Mytan er að við þurfum að sofa minna – en það er ekki rétt því líkaminn er alltaf að endurnýja sig.
Áhrif svefnleysis, hjá ungmennum sýnir sig vera neikvæð áhrif á frammistöðu og einkunnir, líðan (norsk rannsókn) bættur svefn hefur áhrif á frammistöðu, betri mæting. Hefur ekki aðeins áhrif á heilann heldur líka líkamann t.d. hungurtilfinningu, þeir sem sofa illa hafa tilhneigingu til að sækjast í kolvetni. Streituhormón hafa áhrif á losun melatóníns og andlega heilsu. Ef svefninn er stuttur þá framleiðir líkaminn langtum færri Natural Killer Cells.
Í rannsóknum hennar á unglingum 15 ára og tveimur árum síðar kom í ljós að þau sofa stutt, aðeins 23% stúlkna og 20% drengja náðu ráðlögðum 8 klukkustundum. Nemendur í fjölbrautakerfi sváfu lengur en nemendur í bekkjakerfi. Svefninn styttist á milli áranna. EN þau sofa lengur þegar þau hafa tækifæri til þess, t.d. um helgar. Niðurstöður benda til þess að seinka fyrsta tíma gæti haft áhrif.
Þær sýndu líka að þeir sem hafa góða rútínu stóðu sig betur og höfðu betri stjórn á matnum. Mikilvægt að hugsa um rútínuna, sofna á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma, sérstaklega hjá unglingum. Morgunbirtan er mikilvæg. Minnka birtuna á skjá og minnka ljós og birtu. Á kvöldin á að vera dimmt. Gefa okkur hvíldartíma – svefnherbergið á að vera tækjalaust!!!
Spurningar um hvort dagsljósavekjari hefði áhrif? Rannsóknin var gerð áður en gæði ljósanna varð jafn mikil og þau eru í dag og hún sýndi ekki áhrif. Rúna Sif styðst mest við tölulegar upplýsingar, niðurstöður um svefntíma, einkunnir, og það sem kom úr klukkunum. Lagði fyrir nokkrar spurningar varðandi stöðu fjölskyldu, efnahag en rannsóknin var gerð í skólum í ákveðnum hverfum svo það var ekki mikill munur.

Gunnlaug Hartmannsdóttir flutti orð til umhugsunar: Velti mikið fyrir sér hvert umfjöllunarefnið ætti að vera – svefninn var áhugaverður en um þessar mundir er Kófið efst í huga. Hún hefur gert margar sviðsmyndir eftir að sóttvarnarlæknir hefur kynnt sínar. En hún ákvað að fjalla um þakklæti.
Þakklæti er ein sterkasta og jákvæðasta tilfinningin sem við upplifum. Taka eftir því góða og þakka fyrir það, það færir hamingju, innri frið og öryggi á erfiðum tímum.
Gunnlaug dró upp mynd af því sem hún er þakklát fyrir
• Fjölskylda, öryggi, vellíðan, maki, börn, tengda og barna, systkini - á þessum tímum var hún þakklát fyrir að börnin komu og dvöldu um tíma hér heima og fyrir áttræða móður.
• Heilsa; andleg, félagsleg og líkamleg, hreyfing mataræði og svefn þegar Gunnlaug hugsar um heilsuna þá er hún þakklát fyrir að vera hraust.
• Heimilið er okkar griðastaður, deila og njóta með öðrum, hlúa að og skapa, Gunnlaug er þakklát fyrir að hún getur valið hvar og hvernig hún býr.
• Vinnan, er þakklát fyrir hana og tækifæri til að mennta sig og takast á við áskoranir, þarf áræði og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum, rekstur og viðhald og mannauð.
• Vináttan er mikilvæg, ríkidæmið mikið að fá að vera með konum í deildinni, maður fer alltaf hlaðinn orku af fundum. Er þakklát fyrir stóra fjölskyldu, marga vini og vinnufélaga. Brýnt að gefa sér tíma til samveru, njóta og vera fá stuðning sem og andleg og félagsleg gildi.
• Áhugamál, Gunnlaug er þakklát fyrir tækifæri til að sinna áhugamálum sínum eins og hestamennsku, hreyfingu og útiveru, gróður og ræktun, en líka handavinnu og nýtur lesturs. Skiptir máli að vera þakklátur fyrir það sem lífið færir okkur voru lokaorð Gunnlaugar.

Góður rómur var gerður að erindinu, velorðað og jákvætt gefur okkur orku sérstaklega á þessum síðustu og … tímum. Vitnað í konu sem hefur hvern dag á því að fara með þakkarbæn.
Hulda Anna kynnir áætlun framkvæmdaráðs: ákveðið var að marka stefnu til næstu tíu ára og gerð hefur verið framkvæmdaáætlun sem send var út í febrúar. Hulda mun senda okkur hana og við getum gert athugasemdir. Sýnin er forystukonur í menntun um allan heim í samræmi við markmið samtakanna.
Dregin eru fram fjögur atriði:
1. Að þátttaka í samtökunum efli og styðji félagskonur og bjóði upp á möguleika, til að vaxa og þroskast í starfi samtakanna
2. Að efla samtökin á Íslandi þannig að félagskonur upplifi sig sem hluta af heildarsamtökum, sem þær eru stoltar að taka þátt í
3. Að samtökin séu þekkt og virt í samfélaginu fyrir starf sitt að fræðslumálum.
4. Að þróa aðferðir, verkfæri og verkefni, sem efla starfsemina og velta fyrir sér að búa til kynningarstjóra

Önnur mál:
Vorþing áætlað 8. maí verður væntanlega í Zoom en hugsanlega frestað fram á haust, vegna þess að það er svo mikilvægt að hittast og njóta samverunnar. Aðalfundurinn verður haldinn 7. maí en þinghlutanum frestað til 4. september til þess að hægt verði að halda dagskrá eins og hún hefur verið skipulögð búið að taka frá nýtt hótel. Hvetur konur til að taka helgina frá til að njóta samverunnar. Sólborg staðfestir að nú er allt komið í félagatalið allar myndir – deildinni hælt fyrir frammistöðuna. Hulda Anna veltir því upp, hvort við eigum að huga að fjölgun í Kappadeild? Núna eru 25 konur í deildinni. Málið verður til umræðu á næsta fundi.

Næsti fundur er 27. maí verður óvissuferð annað hvort hér í bænum eða í nágrenni í umsjón stjórnarinnar
Í lok fundar færði Hulda Anna konum rafrænar rósir, Rúnu Sif fyrir góðan fyrirlestur og Gunnlaugu fyrir orð til umhugsunar. Eins voru skipuleggjendum fundarins þeim Gunnlaugu, Erlu og Soffíu (Erla og Soffía gátu ekki verið með okkur) færðar rósir.

Hulda slökkti síðan á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og sleit fundi kl.19:32.

 


Síðast uppfært 31. maí 2021