10. mars 2010

Fundur í Kappadeild, “Delta, Kappa, Gamma” miðvikudaginn 10. mars 2010

Fundurinn var í boði Þeta deildar í Reykjanesbæ.  Fundarstaður var á Bókasafni Reykjanesbæjar.

Mættar voru:  Anna Borg, Áslaug, Elín, Gunnlaug, Kristrún, Marsibil, Minnie, Sigríður Hulda  og Valgerður.

Þema fundarins var “að rækta sjálfan sig.”

Valgerður formaður Þetadeildar setti fundinn. 
Hulda ritari deildarinnar bar síðustu fundargerð upp til samþykktar.

Anna Borg var með orð til umhugsunar.
Hún talaði m.a. um hreyfiþörf og lýsti áhyggjum sínum af hreyfingarleysi og offitu barna.  Einnig talaði hún um gleði yfir góðri hreyfingu.

Fyrirlesari kvöldsins var Jónína Benediktsdóttir.
Hún lýsti þeirri meðferð í ræktun líkama og sálar sem hún beitir á heilsuræktarstöð sinni á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Þar kom margt fróðlegt fram.  Jónína sagðist hafa kynnst þessari aðferð í Póllandi fyrir fimm árum.  Hún sagði að þetta hefði læknað hana sjálfa af lífstílskrísum.

Eftir erindið voru bornar fram veitingar og konur sátu góða stund og spjölluðu.

 Fundarmenn voru minntir á ráðstefnu félagsins sem verður haldin í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ laugardaginn 17. apríl n.k.

Fundi var svo slitið um kl. hálf tíu.


Síðast uppfært 27. maí 2010