Fundargerð 12. mars 2012
Fimmti fundur Kappadeildar DKG á Íslandi var haldinn á veitingahúsi Unnar Guðrúnar Pálsdóttur, Lukku við Austurstræti í Reykjavík 12. mars 2012 klukkan 18:00.
Formaður deildarinnar Sigríður Hulda Jónsdóttir bauð alla velkomna, setti fundinn klukkan 18:00 og kveikti á kertum trúmennsku, hjálpsemi og vináttu. Hún ávarpaði gestgjafa kvöldsins Unni Guðrúnu þakkaði henni fyrir að taka á móti okkur, framreiða kvöldverð og segja okkur frá þróun fyrirtækis hennar HAPPS sem er skammstöfun fyrir Healthy And Pure Products.
Nafnakall annaðist Sigríður Johnsen og var 21 kona mætt.
Ritari las fundargerð 4. fundar sem var 7. febrúar.
Orð til umhugsunar flutti Guðrún Edda Bentsdóttir. Hún sagði frá því hvernig hún lærði að lesa og hvernig málumvherfi hún ólst upp við og drakk í sig bókmenntatilvitnanir sem voru á vörum heimilismanna. Hún talaði um læsi og lestur út frá þeim viðfangsefnum sem hún fæst viðí starfi sínu. Að lokum kynnti hún ljóðabók sem eiginmaður hennar Viktor A Guðlaugsson gaf út nýlega og heitir Enn er lífinu lifað og gaf okkur kost á að líta í hana.
Matur borinn fram. Fallegur, litríkur og afar gómsætur. Meðan við gæddum okkur á honum sagði Lukka okkur frá því hvernig fyrirtæki hennar varð til og hvernig það þróaðist og stækkaði.
Lukka hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði og bættum lífsgæðum fólks. Hugmyndafræðin bak við starfsemina er að maturinn sem við látum í okkur skipti öllu máli fyrir heilbrigði okkar. Hann verði að vera hollur, bragðgóður og fallegur. Í starfi sínu sem sjúkarþjálfari á sínum tíma vildi hún vinna meira með fyrirbyggandi hætti og fór að gefa viðskiptavinum sínum ráð um mataræði sem leiddi svo smám saman til þess að hún fór að matbúa fyrir þá. Hún snéri sér síðan að því að búa til holla matarpakka fyrir fólk og notar aðeins hreint og fyrsta flokks hráefni. Matarpakkarnir eru hjartað í fyrirtækinu, en hún rekur líka veisluþjónsutu og tvo veitingastaði á Íslandi. Þriðji Happ staðurinn er í Luxemburg sem aðrir reka í umboði hennar. Einnig býður hún heilsutengda ferðaþjónustu þar sem ferðast er með hópa til ákveðinna áfangaastaða og haldin námskeið, stunduð heilusrækt og borðað hollt. Hún ásamt samstarfskonu sinni gaf út matreiðslubóikna Happ, happ húrra í desember 2011 sem hún bauð okkur til kaups með afslslætti.
Hér er mikil hugsjónakona á ferð – frumkvöðull sem hefur svo sannarlega látið verkin tala. Hún segir það mikilvægt að vinna hlutina beint frá hjartanu, þetta sé afar mikil vinna og hún hafi þurft að sleppa tökum hægt og rólega frá því að gera allt sjálf.
Í lokin þakkaði formaður gestgjafanum fyrir móttökurnar, yndislegar veitingar og fyrirlestur. Lukka og Guðrún Edda fengu rauðar rósir í þakklætisskyni fyrri þeirra framlag. Fundarkonum var þökkuð samveran, fundi slitið og slökkt á kertum klukkan 21:00.
Erla Guðjónsdóttir, ritari
Síðast uppfært 30. okt 2012