21. september 2023
1. fundur Kappadeildar starfsárið 2023-2024
Haldinn í Iðunni Fræðslusetri fimmtudaginn 21. september
Fundur starfsársins var haldinn í Iðunni fræðslusetur.
Fundurinn var í umsjón stjórnar og veitingar í boði hennar.
Fundur hófst með því að kveikt var á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Linda las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.
Hildur Elín Vignir kynnti drög að fundaplani vetrarins sem var samþykkt af fundarkonum með lítilsháttar hrókeringum. Ákveðið var að byrja starfið fyrr í ár og gera ráð fyrir að ljúka fyrr í vor. Hugmyndir voru uppi um haustferð í Guðmundarlund og var vel tekið í þær hugmyndir.
Við vinnum áfram út frá Heimsmarkmiðunum í ár og mælst er til þess að tengja fundarefni við þau með einhverjum hætti.
Hildur Elín nefndi að fundarboðun er ekki alveg nægilega skýr hjá okkur þar sem fundir eru boðaðir með tvennum hætti, annars vegar á facebook, hins vegar í outlock. Eftir umræður var ákveðið að hér eftir verða fundir boðaðir í outlock og konur beðnar um að svara fundarboðinu með staðfestingu eða höfnun.
7 fundir hafa verið dagsettir og umsjón þeirra skipt á milli Kappakvenna.
Tímasetning Landssambandsþings þessa starfsárs er ekki komin á hreint og uppi eru umræður um að halda þing annað hvert ár og hafa annarskonar viðburð á móti. Aðsókn að þinginu hefur dregist saman eftir Covid.
Soffía Vagnsdóttir sagði frá Landsambandsfundi sem haldinn var í Gamla Morgunblaðshúsinu.
Þar las Árný Elíasdóttir, nýr landsambandsforseti upp úr Hávamálum og talaði um mikilvægi tengsla.
Eygló Björnsdóttir brýndi fyrir okkur að nýta okkur vefinn, halda síðum deildanna vel uppfærðum og velti fyrir sér hvort við ættum að miðla meiru en við höfum hingað til gert.
Ingibjörg Guðmundsdóttir ræddi starfið í deildunum, hversu mikilvægt er að halda því virku, byggja upp tengsl og stækka sýn okkar á samfélagið. Mikilvægt er að skipta með sér verkum og deila ábyrgð. Mikið er af upplýsingum og fróðleik inni á vef samtakanna sem gott er að kynna sér.
Guðrún Edda Bentsdóttir benti á síðu Alþjóðasambandsins og hvatti konur til að skoða það sem þar er og tengjast þeim sem þar eru að birta efni. Hún nefndi að áður var gjarnan leitað til félaga DKG frá Alþingi til að fá umsagnir um ýmsar breytingar og velti fyrir sér hvort þessi breiði hópur kvenna gæti tekið sér meiri stöðu.
Hópavinna fór fram þar sem m.a. var fjallað um eftirfarandi :
Hvað eiga samtökin helst að leggja áherslu á?
Hvernig á að velja konur inn?
Hvernig gerum við hópinn sýnilegri?
Hvernig geta konur haft áhrif á menntamál í landinu?
Ákveðið var að leggja fyrir könnun um viðhorf kvenna til félagskaparins; viljum við einhverju breyta? Hvað gengur vel?
Markmið voru sett um að gera samtökin sýnilegri og að þau láti sig menntamál landsins varða. Menntamálanefnd mun ákveða með hvaða hætti það verður gert.
Tímasetning þings og ráðstefnu var rædd og hvernig við komum á meira samstarfi á milli deilda.
Kanadískur fyrirlesari var með áhugavert erindi sem bar heitið: ,,Like tulips in the snow“
Konum í samtökunum hefur heilt yfir fækkað mikið á undanförnum árum. Íslensku samtökin eru mjög fjölmenn miðað við annars staðar. Víða er nýliðun mjög lítil og illa gengur að halda konum í samtökunum.
Eftir þetta innlegg var rætt um hvernig við hlúum að hópnum okkar, hvernig við náum nýju konunum okkar inn í hópinn. Mælst var til þess að við myndum auka fjölbreytni hópsins enn meira, t.d. með því að bjóða inn konum af erlendu bergi sem hafa sest hér að og eru að vinna í fræðslugeiranum.
Sveinfríður Olga Veturliðadóttir flutti orð til umhugsunar:
Hún var að hefja nám, er að bæta við sig Diploma í Farsæld barna.
Hún velti fyrir sér hvað það er sem ræður því hvar við lendum, hvers vegna hún sé t.d. stödd hér að tala innan um allar þessar flottu konur.
Hún sagði frá sterkasta áhrifavaldinum í sínu lífi sem olli því að hún flutti til Ísafjarðar og varð skólastjóri. Þar fékk hún að kynnast ýmsu, allt frá skíðaiðkun og japanskri teiknimyndagerð til þess að vera allt í einu stödd á vindsæng innan um hóp af stúlkum á íþróttaferðalagi.
Dóttir hennar er sú manneskja sem hefur verið hennar mesti áhrifavaldur í lífinu og er ástæðan fyrir því að hún er komin aftur suður – að tala við okkur í DKG.
Hildur Elín sagði okkur frá því að sveinspróf í bifvélavirkjun eru í gangi í Iðunni þessa dagana. Það er mikill gangur í iðn- og starfsnámi þessa dagana, mikil aðsókn og mikið um að vera um allt land.
Fundurinn endaði á góðum umræðum um menntamál og vinnumarkaðinn, áður en slökkt var á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og fundi slitið.
KAPPA
Áherslur Kappadeildar á síðasta og núverandi starfsári tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og er lagt upp með að fundarefni tengist þeim með einhverjum hætti.
Sjöundi og síðasti fundur Kappadeildar starfsárið 2022-2023 átti upphaflega að vera vorferð í Guðmundarlund en þar sem margar Kappakonur voru vant við látnar var fundinum breytt með stuttum fyrirvara og haldinn í heimahúsi 25. maí. Sigrún Kristín Magnúsdóttir bauð okkur inn á sitt fallega heimili þar sem við áttum notalega stund og snæddum glæsilega rétti að hætti hússins.
Guðrún Edda, fráfarandi forseti sagði okkur fréttir af Landsþingi þar sem gengin var minningarganga um Gunnhildi Óskarsdóttur Kappasystur okkar sem lést í mars eftir langa og hetjulega baráttu við krabbamein. Gangan var gengin til að minnast Gunnhildar og verka hennar í þágu grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og styrkja samtökin Göngum saman. Guðrún Edda hefur birt grein á vef Alþjóðasamtaka DKG þar sem fjallað er um samtökin og verkefnið ,,Göngum saman“ sem Gunnhildur stofnaði.
Soffía Vagnsdóttir flutti orð til umhugsunar. Umfjöllunarefni hennar var ,,Fjölskyldan sem mikilvægasta stofnun samfélagsins“
Hún ræddi um fjölskyldustefnu fyrir árin 2017- 2021 þar sem margar mjög jákvæðar áherslur eru í forgrunni. Þar er sett fram opinber stefna um fjölskylduvænt samfélag þar sem börn eru sett í öndvegi, stuðlað að því að barnafjölskyldur búi við jöfn tækifæri og öryggi og njóti lögvarinna réttinda. Þar er líka kveðið á um að barnasáttmálinn sé innleiddur í alla lagaumgjörð og framkvæmd. Áhersla er á forvarnir og fræðslu fyrir foreldra um hvað felst í foreldrahlutverkinu. Soffía taldi margt vel gert í þessari stefnu og mikilvægt að vinna að því að hún næði fram að ganga.
Hún nefndi að fjölskyldan sem fyrirbæri væri mikið breytt frá því sem áður var. Mikil fjölbreytni væri í samsetningu fjölskyldna í dag, þær hefðu mismunandi þarfir og hugsanlega væri hlutverk fjölskyldunnar breytt.
Hún sagði lítils háttar frá sinni æsku og velti fyrir sér hvort samheldni og samstaða væri á undanhaldi í dag. Að hennar mati lærði hún sjálf meira í uppeldinu en situr eftir af tveimur mastersgráðum.
Að hennar mati skiptir mestu að eiga einingu í kring um sig. Það hvernig fjölskyldan er saman sett skiptir minna máli. Mesta samfélagsmein samtímans er að hennar mati það að við gerum ekki nægar kröfur til fjölskyldunnar sem stuðningsnets. Það þarf að forgangsraða börnum
Í lok fundar sögðu fundarkonur frá því sem var framundan hjá þeim í sumar.
Fyrsti fundur þessa starfsárs var haldinn fimmtudaginn 21. september í Iðunni Fræðslusetri og var í umsjón stjórnar.
Formaðurinn, Hildur Elín Vignir, kynnti drög að starfsáætlun vetrarins sem var samþykkt af fundarkonum með lítilsháttar hrókeringum. Sjö fundir hafa verið dagsettir og umsjón þeirra skipt á milli Kappakvenna. Áfram verður unnið út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Soffía Vagnsdóttir sagði frá Landsambandsfundi sem haldinn var í Gamla Morgunblaðshúsinu. Hún upplýsti fundarkonur um helstu fundarefni og þau markmið sem sett voru til framtíðar fyrir samtökin.
Sveinfríður Olga Veturliðadóttir flutti orð til umhugsunar. Hún velti fyrir sér hvað það er sem ræður því hvar við lendum. Hún sagði frá sterkasta áhrifavaldinum í sínu lífi sem olli því að hún flutti til Ísafjarðar og varð skólastjóri. Þar fékk hún að kynnast ýmsu, allt frá skíðaiðkun og japanskri teiknimyndagerð til þess að vera allt í einu stödd á vindsæng innan um hóp af stúlkum á íþróttaferðalagi.
Dóttir hennar er sú manneskja sem hefur verið hennar mesti áhrifavaldur í lífinu og er ástæðan fyrir því að hún er komin aftur suður.
Í lok fundar sagði Hildur Elín Vignir frá því sem um var að vera í Iðunni á þessum tíma en Sveinspróf í bifvélavirkjun voru yfirstandandi.
Það er mikill gangur í iðn- og starfsnámi þessa dagana, mikil aðsókn og mikið um að vera um allt land.
Fundurinn endaði á góðum umræðum um menntamál og vinnumarkaðinn.
Næsti fundur Kappadeildar fer fram í Fjölbrautarskólanum í Mosfellsbæ sem hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna. Svanhildur Svavarsdóttir, Kappakona og starfandi náms- og starfsráðgjafi við skólann mun segja okkur frá stefnu skólans og leiða okkur í skoðunarferð um hann og Valgerður Magnúsdóttir mun flytja orð til umhugsunar.
Herdís Anna Friðfinnsdóttir og Linda Hrönn Helgadóttir meðstjórnendur
Síðast uppfært 28. nóv 2023