Fundargerð 11. nóvember 2020


Boðaði var til annars fundar vetrarins á vefnum með Zoom, sem gekk mjög vel. Umsjón með fundinum höfðu: Ragnheiður Axelsdóttir, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. Hulda Anna formaður bauð fundarkonur velkomnar.
Hulda formaður kveikti á kertum trúmennsku, hjálpsemi og vináttu og setti fund. Nafnakall var tekið, 21 kona mætt og hver og ein sagði í stuttu máli hvernig þær takast á við kófið. Bilið á milli einkalífs og heimilis minnkar, hreyfingin er afar mikilvæg konur hafa gengið, hlaupið, hjólað, eða gengið á skíðavél. Fleiri konur minntust á hversu nauðsynlegt er að gera eitthvað skemmtilegt á hverjum degi.

Þá var lesin fundargerð frá síðasta fundi og hún samþykkt.

Hrafnhildur Tómasdóttir sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun (VMST) var ræðumaður kvöldsins. Hún fjallaði um hvernig VMST mætir þeim fordæmalausu kringumstæðum sem við búum við um þessar mundir.
Fór yfir þróun atvinnuleysis frá desember 2019, nú sér fram á mesta atvinnuleysi sem við höfum upplifað eða um 25.000 mann verði án atvinnu um næstu áramót. Staða ferðaþjónustunnar er sérstaklega erfið.
Í mars varð VMST fyrir áhlaupi, starfsfólk var undirbúið undir að vinna með 4-5000 manns en fjöldinn tífaldaðist nánast. Fyrstu viðbrögð voru að tryggja framfærslu, fjölga starfsfólki, og þjálfa það. Áhersla var einkum lögð á að færa þjónstuna yfir á rafrænt form. Taka þátt í Samhæfingarhópi skipuðum af félags- og menntamálaráðherrum.

Helstu tillögur SAM hópsins:
• Sumarnám fyrir námsmenn og atvinnuleitendur
• Sumarstörf fyrir námsmenn Ábyrgð VMST
• Greiningarvinna – bæði á þörfum atvinnuleitendum en ekki síður atvinnulífsins

2. Áfangi
1. Hvatning til að fara í nám, nám er tækifæri
2. Aukin áhersla á ráðgjöf og stuðning
3. Verkefni fyrir ungt fólk sem hvorki er í námi eða vinnu
4. Breyting á lögum og reglugerðum um nám samhliða atvinnuleysisbótum og auka svigrúm til að stunda nám.

Hrafnhildur varpaði ljósi á ástandið eftir svæðum, verst er það á Suðurnesjum 18% án atvinnu nokkuð sem við höfum ekki séð áður, en á höfuðborgarsvæðinu eru einnig mjög margir í sömu stöðu. Atvinnuleysi er mest meðal þeirra sem ekki hafa lokið neinu námi eftir grunnskóla en nú virðist jafnframt að hópurinn sem hefur lokið háskólanámi hafa orðið illa úti. Fylgir e.t.v. breytingum sem eru að verða á vinnuaflinu. Menntun er besta aflið!
Áskorun hve margir það eru sem eru af erlendu bergi brotnir – á Reykjanesi eru þeir um 16%. Brottfall úr skóla er hátt meðal þessa hóps. ( 62% brottfall nýbúa úr framhaldsskólum).

Ákveðið að veita 3000 atvinnuleitendum sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur, tækifæri til þess að sækja nám í dagskóla samhliða bótum. Tilboðið gildir næsta 1½ árið á skilgreindum brautum og í vottaðar námsleiðir framhaldsfræðslu.
Skortur á tilboðum fyrir erlenda atvinnuleitenda. VMST gerði könnun til að greina þarfir. Í ljós kom sérstök þörf til að læra íslensku. Þeir hafa einnig áhuga á ýmsu starfstengdu námi – en það eru fá tilboð innan skólakerfisins en aðeins nokkur hjá símenntunarmiðstöðvum. Svör bárust frá 3.000 einstaklingum. Margir hafa góða menntun sem ekki nýtist þeim hér – og við sem samfélag förum varhluta af.

Hulda Anna þakkaði fyrir og opnaði fyrir spurningar: Hverju sætir að ekki hafi borist tilboð frá formlega skólakerfinu?
Könnunin laut að því að kanna hvaða nám væri til sem hentaði þeim sem ekki geta nýtt sér nám á íslensku annað en nám í tungumálinu. Einhverskonar starfsnám er ekki í boði fyrir þennan hóp.
Hvernig sérðu fyrir þér að við mætum þörfum þessara einstaklinga?
Fram kom að það virðist vera erfitt fyrir skólana að ná til nemenda af erlendum uppruna. Unnið hefur verið að því að þétta net þeirra sem koma að – félagsþjónustu, Virk, heilsugæsluna til þess að koma inn í einhverskonar forvarnarstarf til þess að koma í veg fyrir brottfall.

Orð til umhugsunar flutti Linda Hrönn:
Þakkaði fyrir að heyra frá öllum og gerði sér ljóst hve mikill auður er í hópnum: Reynsla heimspeki og viska.
Þetta eru orð til umhugsunar en ekki fræðsla. Við lifum á skrítnum tímum – reynir á þolgæði. Í grunnskólunum var mikill vilji í vor við ætluðum að taka á þessu en þetta er ekki sprettur heldur langhlaup. Linda velti upp hugmyndum um orku – á ungan son sem þjáist af höfuðverkjum og nánast fullkomnu orkuleysi – birgðirnar klárast auðveldlega ef hann fer út t.d. Heilbrigðisstarfsfólk hefur sýnt mikinn stuðning og lagt sig fram en ekki er komið að niðurstöðum
Hvernig er hægt að endurnýja orku? Mjög mismunandi hvernig fólki tekst að komast í gegnum erfiða tíma – ég þarf að eiga verkfæri upp í erminni. Við göngum öll í gegnum þessa tíma, sjálfsþekking er mikilvæg – halda sér við og hreifa sig og lifa lífinu lifandi.
Hvað er það sem gefur mér orku? Ég vil nefna sex atriði:
• Trú – hafa trú á verkefninu og að það beri árangur
• Von er annað mikilvægt atriði
• Kærleikur ekkert mikilvægara í lífinu – betra að gefa en þiggja
• Aginn blessaður: Maður á að standa sína plikt og halda rútínunni – fara með hundinn út á morgnanna, borða, sofa og hlusta á líkamann.
• Hvíld er gríðarlega mikilvæg – nætur eru til að sofa en ekki að leysa verkefni. Notar léttmeti – eða bækur sem hún hefur hlustað á oft til að sofna.
• Síðast en ekki síst gleði – það sem veitir manni gleði, veitir manni líka orku. Það sem gleður Lindu hleður orkustöðvarnar. Dásamlegt að fara út að ganga á morgnanna, náttúran breytir um lit, og lykt. Og nú bætast jólaljósin við. Tónlist er mikil uppspretta gleði. Linda gleðst líka yfir vandvirkni – ef hún sér einhvern sem leggur sig fram við verkin sín eins og samstarfsfólkið sem býr við gríðarlega skert starfsumhverfi – leita lausna og finna nýjar leiðir á hverjum degi.
Dásamlegt að sjá hvað fólk er reiðubúið til þess að mæta kröfum og hlú að nemendum sínum. Gleðst yfir fjölskyldunni, þau voru bara þrjú en nú hefur þeim fjölgað í fimm í húsinu. Uppáhaldstími ársins aðventan er framundan. OG að lokum ef maður ætlar að safna einhverju þá er það fólk – ekki veraldlegum hlutum. Linda lauk máli sínum með að óska fundarkonum gleðilegrar aðventu og orku.

Hulda þakkar Lindu fyrir falleg og góð ráð og öllum fyrir – mikilvægt og dýrmætt að við deilum með okkur reynslu og hugmyndum.

Undir liðnum önnur mál kynnti Sólveig Jakobsdóttir könnun um tímasetningum funda. Hulda tók undir að það sé gott að halda ekki alla fundi á sama tíma– fer líka eftir efni funda og hvort hann er i nærveru eða rafrænn. Orðgnótt og hugmyndaflug einkenndi þennan fund.

Hulda færir Hrafnhildi rós og þakkir og tilkynnir að Linda Hrönn fær rafræna rós
Hulda slökkti á kerti vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og sleit fundi.

 

 

 


Síðast uppfært 23. apr 2021